Vikan framundan
- Á miðvikudag birta HB Grandi og N1 níu mánaða uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan nóvembermælingu vísitölu neysluverðs.
- Á föstudag er hluthafafundur hjá Icelandair þar sem farið verður fram á samþykkt hluthafa fyrir kaup félagsins á WOW air.
Mynd vikunnar
Skuldastaða hins opinbera hefur stórbatnað á seinustu árum, en sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa hreinar skuldir hins opinbera, þ.e. skuldir að frádregnum eignum, lækkað nokkuð jafnt og þétt síðan 2013. Samkvæmt nýjustu spá AGS er útlit fyrir að áframhald verði á þessari þróun og að hreinar skuldir sem hlutfall af VLF eigi eftir að lækka áfram næstu fimm ár. Af hinum Norðurlöndunum sker Noregur sig úr hvað þennan mælikvarða varðar, en eignir umfram skuldir hins opinbera þar í landi er u.þ.b. ein landsframleiðsla. Spá AGS fyrir Svíþjóð gerir ráð fyrir að hreinar skuldir hins opinbera þar í landi verði engar innan nokkurra ára.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Eimskip og Landsvirkjun birtu níu mánaða uppgjör.
- Ríkissjóður Íslands keypti til baka eigin bréf frá Seðlabanka Íslands.
- Þjóðskrá birti vísitölu íbúðaverðs í október.
- Hagstofan birti vísitölu launa og niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn fyrir október.
- Landsbankinn birti uppfærða útgáfuáætlun fyrir 2018.
- Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Íslandsbanki útboð sértryggðra skuldabréfa og Lánamál ríkisins útboð verðtryggðra ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 26. nóvember 2018 (PDF)