Vikan framundan
- Í morgun birti Hagstofan vísitölu neysluverðs.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
Mynd vikunnar
Á síðasta ári sveiflaðist íslenska krónan, mælt sem 30 daga flökt vísitölu meðalgengis víðrar viðskiptavogar, mjög mikið í samanburði við gjaldmiðla hinna Norðurlandanna. Þetta var nokkur breyting frá árunum 2015 og 2016 þegar íslenska krónan sveiflaðist mun minni en sú sænska og norska. Þá voru sveiflur á íslensku krónunni svipaðar og á dönsku krónunni og finnsku evrunni, en danska krónan er á fastgengisstefnu með stuðningi evrópska seðlabankans. Það sem af er ári hafa þessar sveiflur minnkað hratt og eru aftur að nálgast dönsku krónuna og finnsku evruna.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða.
- Samneysla jókst um 2,6% að raungildi milli áranna 2016 og 2017.
- Fjármunamyndun í hagkerfinu nam 566 mö.kr. á síðasta ári.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var 2,4% atvinnuleysi í febrúar.
- Vísitala launa hækkaði um 0,4% milli mánaða í febrúar.
- Íbúðalánasjóður birti ársreikning.
- Kvika banki lauk víxlaútboði. Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa. Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, útboði óverðtryggðra ríkisbréfa og uppkaupum ríkisbréfa.