Vikan framundan
- Á morgun stendur Landsbankinn fyrir ráðstefnu um málefni ferðaþjónustu á Íslandi.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við gerum ráð fyrir 0,29% hækkun milli mánaða.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan tölur um gistinætur og gestakomur á hótelum.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn Hagvísa.
Mynd vikunnar
Erlendir sérfræðingar McKinsey, eins stærsta ráðgjafafyrirtækis heims, birtu árið 2012 skýrslu sem var einskonar vegvísir fyrir Ísland út úr kreppunni. Í skýrslunni var gert ráð fyrir að vaxtarmöguleikar ferðaþjónustunnar væru tiltölulega takmarkaðir. Þegar skýrslan leit dagsins ljós stóð ferðaþjónusta undir um 24% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Um 10% af vinnuafli starfaði við greina. Raunin varð sú að tekjur af ferðaþjónustu jukust árlega um 15% að raunvirði að jafnaði frá árinu 2012, greinin skapar nú um 39% af útflutningstekjunum og veitir um 13% af vinnuafli atvinnu. Á sama tíma hefur vægi ferðaþjónustu í heildarlandsframleiðslu aukist úr 4,8% í 8,2%.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Fasteignaverð tók kipp í ágúst eftir rólegt sumar.
- Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 1,5% milli mánaða.
- Launavísitalan hækkaði um 0,2% milli mánaða.
- Velta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi jókst um 0,4% milli ára í maí og júní.
- Seðlabankinn birti hagtölur um bankakerfið og útboð verðbréfa.
- Kvika banki lauk víxlaútboði, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Arion banki innkallaði skuldabréfaflokkinn ARION CB 1, og Lánamál ríkisins luku skiptiútboð óverðtryggðra ríkisbréfa.