Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan þjónustujöfnuð við útlönd ásamt völdum liðum vöru- og þjónustuviðskipta fyrir 3. ársfj.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við gerum ráð fyrir óbreyttu gildi vísitölunnar milli mánaða.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir 3. ársfj. 2019.
Mynd vikunnar
Miklar sviptingar hafa verið í fjölda launþega sem starfa við íbúðabyggingu og í ferðaþjónustu síðustu ár. Þannig fjölgaði launþegum í íbúðabyggingu mjög hratt á árunum 2013 til 2017. Síðan hefur mjög dregið úr þessari fjölgun, en launafólki við íbúðabyggingu fækkaði í fyrsta sinn milli ára síðan 2012 í ágúst og september á þessu ári. Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði einnig mjög hratt á árunum 2010 til 2016, en frá upphafi ársins 2017 hefur dregið stöðugt úr fjölguninni í þessum greinum. Launafólki í ferðaþjónustu tók að fækka milli ára strax í febrúar 2019. Þróunin í öðrum greinum hefur verið öllu jafnari.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti um 0,25 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar.
- Fitch staðfesti óbreytta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
- Reitir og Eimskip birtu árshlutauppgjör.
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða í október.
- Vísitala leiguverðs lækkaði um 0,3% milli mánaða í október.
- Í október var mesti fjöldi viðskipta með íbúðarhúsnæði síðan 2007.
- Ferðamálastofa birti Ferðaþjónustuna í tölum.
- Tölur um kortanotkun benda til að verslun sé aftur að færast inn fyrir landsteinana.
- Við birtum umfjöllun um fjárlagafrumvarpið.
- Verð íslenskra sjávarafurða er núna í sögulegu hámarki.
- Hagstofan birti:
- skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- vísitölu byggingarkostnaðar.
- vinnumarkaðsrannsókn fyrir 3. ársfj.
- útgjöld til rannsóknar og þróunar 2018.
- mannfjöldaspá til 2068.
- Íslandsbanki gaf út almennt skuldabréf í ISK, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins héldu skiptiútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 18. nóvember 2019 (PDF)