24. janúar 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir desember.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Á föstudag birtir Hagstofan síðan janúarmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% milli mánaða og að verðbólgan lækki úr 5,1% í 5,0%.
Mynd vikunnar
Fyrir helgi seldi ríkissjóður verðtryggð ríkisskuldabréf á gjalddaga 2037 (15 ár) á ávöxtunarkröfunni 1,11%. Óhætt er að segja að kjör ríkissjóðs hafa stórbatnað síðan aldamót, en til samanburðar var ávöxtunarkrafan á verðtryggðum ríkisbréfum á gjalddaga 2015 (15 ár) rúmlega 5% árið 2000 og fyrri hluta árs 2010 var ávöxtunarkrafan á bréf á gjalddaga 2021 (11 ár) yfir 3,5%.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,8% milli mánaða í desember. Árshækkun fjölbýlis mælist 17,6%, sérbýlis 21% og vegin hækkun íbúðarhúsnæðis alls 18,4%. Vísitala leiguverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða og er árshækkunin leiguverðs 4%.
- Bankasýsla ríkisins lagði fram tillögu til ráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja allan eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka.
- Í síðustu viku birti Hagstofan tilraunatölfræði um látna eftir vikum og skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri árshelmingi 2021.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
Fjármálamarkaðir
- Eimskip, Kvika banki, Sýn og Sjóvá birtu afkomuviðvaranir.
- Seðlabankinn birti samantekt um gjaldeyrismarkaðinn, gengisþróun og gjaldeyrisforða fyrir árið 2021.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa. Boðinn var til sölu nýr verðtryggður flokkur á gjalddaga 2037. Seld voru bréf að nafnvirði 14.855 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 1,11%.
- Íslandsbanki gaf út sjálfbært skuldabréf í evrum og tilkynnti um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum. Kvika banki gaf út skuldabréf í sænskum krónum.
- Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir fyrri hluta 2022.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
2. jan. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
19. des. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
5. des. 2024
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.