Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan launavísitölu fyrir júlímánuð. Reitir birta uppgjör.
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá SÍ og við spáum óbreyttum stýrivöxtum. SÍ birtir ágústhefti Peningamála með uppfærðri þjóðhagsspá, Hagstofan birtir vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 2F og Eik birtir uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir júlí. Brim, Kvika banki og Origo birta uppgjör.
- Á föstudag birtir Síldarvinnslan uppgjör.
Mynd vikunnar
110 þúsund erlendir farþegar fóru af landi brott í gegnum Leifsstöð í júlí, sem er um helmingi færri en í júlí 2019 þegar 230 þúsund erlendir farþegar fóru í gegnum Leifsstöð. Nokkur breyting hefur orðið á samsetningu eftir markaðssvæðum miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldurinn. Þannig komu núna hlutfallslega mun fleiri ferðamenn frá Norður-Ameríku, en færri frá Asíu, Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu. Þótt hlutfall Austur-Evrópubúa ykist varð lítil breyting á fjölda þeirra, en hér er líklega aðallega um að ræða fólk sem býr hér á landi frekar en ferðamenn.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í júlí, sem er minnsta hækkun sem hefur sést síðan í febrúar. Sölutími hefur samt sem áður styst verulega og bendir ýmislegt til þess að enn sé spenna á markaði þó hækkunin milli mánaða nú sé lítil.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila. Miðað við miðgildi svara búast markaðsaðilar við að verðbólgan hjaðni á þessum ársfjórðungi og verði komin niður í 2,8% á 3. ársfjórðungi næsta árs. Markaðsaðilar eiga von á að peningastefnunefnd hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í ágúst og um 0,25 prósentustig í viðbót á 4. ársfjórðungi.
- Kortavelta í júlí mældist nokkuð meiri en í hefðbundnum júlímánuði fyrir Covid-faraldurinn.
Fjármálamarkaðir
- Sjóvá (fjárfestakynning), Eimskip og VÍS (fjárfestakynning) birtu hálfsársuppgjör.
- Lánasjóður sveitarfélaga lauk útboði á skuldabréfum í áður útgefnu flokkunum LSS150434 og LSS151155 og í nýjum flokki, LSB280829 GB, Landsbankinn lauk útboði á sértryggðum bréfum og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.