Vikubyrjun 2. mars
Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands mældist 1,9% hagvöxtur á síðasta ári. Skýrist hagvöxturinn fyrst og fremst af því að innflutningur dróst verulega saman milli ára. Bæði þjóðarútgjöld (sem er samtala einkaneyslu, samneyslu og fjármunamyndunar) og hagvöxtur á mann stóðu hins vegar nokkurn veginn í stað milli ára.
2. mars 2020
Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Seðlabankinn greiðslujöfnuð á 4. ársfj. og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn fjármálareikninga fjármálafyrirtækja.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi.
Mynd vikunnar
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands mældist 1,9% hagvöxtur á síðasta ári. Þrátt fyrir töluverðan hagvöxt voru umsvif í hagkerfinu engu að síður að dragast saman sem sést á að þjóðarútgjöld lækkuðu um 0,1% milli ára og hagvöxtur á hvern íbúa var neikvæður um 0,3%. Hagvöxturinn á síðasta ári skýrist því fyrst og fremst af miklum samdrætti í innflutningi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,92% milli mánaða í febrúar og mælist verðbólgan nú 2,4% samanborið við 1,7% í janúar.
- Samkvæmt fyrsta bráðabirgðamati Hagstofunnar mældist 1,9% hagvöxtur á síðasta ári.
- Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 43,9 mö. kr. á 4. ársfjórðungi 2019. Þetta er metafgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi hvort sem hann er mældur á föstu gengi krónunnar eða gengi hvers tíma.
- Eftirfarandi félög birtu ársuppgjör:
- Ferðamálastofa birti mánaðarlega skýrslu sína um ferðaþjónustuna í tölum.
- Íslendingar virðast hafa eytt örlítið meiru í janúar í ár en í fyrra. Alls jókst greiðslukortavelta um 2,1% að raunvirði milli ára.
- Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna dróst saman um 2,8% milli ára í fyrra.
- Þrátt fyrir mun minni launabreytingar en á síðustu árum er kaupmáttur enn að aukast.
- Húsnæðisverð og krónan voru helstu áhrifaþættir verðbólgunnar síðustu ár.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 3,4% í janúar.
- Lykill lauk skuldabréfaútboði, Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og Reitir luku stækkun á skuldabréfaflokki.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
5. des. 2024
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. des. 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
29. nóv. 2024
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.