Vikubyrjun 19. nóvember
Vikan framundan
- Á þriðjudag birta Eimskip 9 mánaða uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan launavísitölu fyrir október og nánari sundurliðun á ágúst vísitölunni.
Mynd vikunnar
Í seinustu viku fóru fram verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs. Síðan Hagstofan framkvæmdi verðkönnun í október hefur verð á evru hækkað um 4,9% og verð á Bandaríkjadal hækkað um 7,1%. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að greinendur eru almennt sammála um að þessi veiking á gengi krónunnar eigi eftir að skila sér inn í verðbólguna. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka og Hagfræðideild Landsbankans gera allar ráð fyrir að verðbólgan fari yfir 3,5% á næstu mánuðum, en verðbólga mældist 2,8% í október.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk reglubundinni umræðu um Ísland.
- Skeljungur og Reitir birtu níu mánaða uppgjör.
- Seðlabankinn birti tölur um greiðslumiðlun.
- Vinnumálastofnun birti tölur um skráð atvinnuleysi.
- Hagstofan birti tölur um fjölda launþega í ágúst.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Arion banki lauk víxlaútboði, Íslandsbanki lauk víxlaútboði og Almenna leigufélagið lauk skuldabréfútboði
- Arion banki gaf út víkjandi skuldabréf í sænskum krónum.
- Arion banki samdi við Citigroup um ráðgjöf við fyrirhugaða sölu hlutafjár í Valitor.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 19. nóvember 2018 (PDF)