Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á föstudag birtir Hagstofan launavísitölu og Þjóðskrá vísitölu leiguverðs..
Mynd vikunnar
Heildarvelta innlendra greiðslukorta dróst saman milli áranna 2019 og 2020. Ef við skoðum samsetningu má sjá ýmislegt fróðlegt um breytta neysluhegðun í Covid-19-faraldrinum. Veltan jókst í stórmörkuðum og dagvöruverslunum (+15%) og í raf- og heimilistækjaverslunum (+36%), en dróst saman á veitingastöðum (-11%),í eldsneyti (-13%) og í snyrti- og heilsutengdri þjónustu (-8%). Það ætti ekki að koma á óvart að erlend velta dróst saman um næstum helming (-45%).
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við spáðum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,42% milli mánaða í janúar og verðbólgan hækki úr 3,6% í 3,9%.
- Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og breyttar jólahefðir jókst neysla Íslendinga innanlands milli ára í desember.
- Erlendum ferðamönnum fækkaði um 76% milli ára í fyrra.
- Fjárlög ársins 2021 voru samþykkt með 326 ma.kr. halla.
- Rúmur þriðjungur halla ríkissjóðs á síðasta ári kemur til vegna beinna mótvægisaðgerða vegna Covid-19-faraldursins.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti yfirlit yfir stöðu helstu efnahagsaðgerða vegna Covid-19-faraldursins.
- Vinnumálastofnun birti tölur um skráð atvinnuleysi í desember.
- Hagstofan birti tölur um fjölda lausra starf á 4F.
- Á síðustu mánuðum hafa þó nokkrar breytingar átt sér stað á leigumarkaði.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Seðlabankinn birti yfirlit yfir gjaldeyrismarkaðinn, gengisþróun og gjaldeyrisforðann á síðasta ári.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á 2H 2020.
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar.
- Hagar birtu uppgjör fyrir 3F (uppgjör, fjárfestakynning), þ.e. tímabilið 1. september - 30. nóvember 2020.
- Sjóvá og VÍS birtu afkomutilkynningu.
- S&P Global Ratings birti lánshæfismat fyrir sértryggð skuldabréf Landsbankans.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Íslandsbanki birti útgáfuáætlun fyrir árið 2021.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 18. janúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 18. janúar 2021 (PDF)