18. desember 2023
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir desember, við eigum von á að hún hækki úr 8,0% í 8,1%, en lækki síðan í 7,3% í janúar, 6,8% í febrúar og 6,7% í mars.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega Hagvísa.
Mynd vikunnar
Á þriðja ársfjórðungi voru ráðstöfunartekjur um 443 þúsund krónur á mann á mánuði og hefur hækkað um 54% frá árinu 2016, sem verður að teljast nokkuð ríflegt. Þessi aukning hefur þó ekki skilað sér að öllu leyti inn í bætt lífskjör ef tekið er tillit til verðbólgu. Vísitala neysluverðs hækkaði um 37% á sama tímabili. Ef leiðrétt er fyrir verðbólgu hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna yfir sama tímabil aukist um 12%.
Það helsta frá vikunni sem leið
- 150 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í nóvember. Uppsafnaður fjöldi það sem af er ári er 2.087 þúsund ferðamenn og er nokkuð líklegt að heildarfjöldinn í ár verði 2,2 milljónir ferðamanna, aðeins færri en metárið 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna fóru um Leifsstöð.
- Greiðslukortavelta heimila dróst saman um 2,0% á milli ára á föstu verðlagi í nóvember. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 2,7% að raunvirði í nóvember en á móti jókst hún erlendis um 0,7%, á föstu gengi. Til kortaveltu erlendis telst líka netverslun, sem hefur aukist nokkuð í nóvembermánuði síðustu ár vegna tilboðsdaga sem tengjast netverslun. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð sem kortavelta heimila dregst saman milli ára.
- Ráðstöfunartekjur heimilanna í heild jukust um 8% milli ára á þriðja ársfjórðungi. Ef við tökum tillit til verðbólgu og mannfjöldaaukningu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann saman um 2,7% á milli ára.
- Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu og Englandsbanki héldu vöxtum óbreyttum í síðustu viku. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, gaf til kynna að ekki yrðu frekari hækkanir á vöxtum og ýjaði að lækkun á næsta ári og tók hlutabréfamarkaður hressilega við sér í kjölfarið. Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,1% í nóvember.
- Marel tilkynnti til Kauphallarinnar að félaginu hafi borist uppfærð óskuldbindandi viljayfirlýsing frá John Bean Technologies Corporation varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Fyrri viljayfirlýsingu frá sama félagi var hafnað.
- Seinasta vika var nokkuð fjörug á skuldabréfamarkaði en Landsbankinn, Orkuveita Reykjavíkur, Lánasjóður sveitarfélaga, Íslandsbanki og Lánamál ríkisins héldu útboð. Íslandsbanki keypti til baka bréf í flokknum ISB CBI 24 sem er á gjalddaga í mars á næsta ári, Arion banki tilkynnti að Moody’s hafi veitt sértryggðum skuldabréfum bankans í evrum Aa2 lánshæfismat og Lánasjóður sveitarfélaga birti útgáfuáætlun fyrir 2024.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram. Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára. Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans. Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).Þú gætir einnig haft áhuga á
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
5. des. 2024
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. des. 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
29. nóv. 2024
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.