Vikan framundan
- Á föstudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs og vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á þriðjudag birtast verðbólgutölur fyrir Bretland og Þýskaland.
Mynd vikunnar
Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis, en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980. Á sínum tíma hækkaði seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti yfir 20% til að slá á verðbólguna og var sú hækkun hluti ástæðunnar fyrir kreppunni þar í landi 1980-1983. Verðbólgan hér á landi hélst yfir 10% allan níunda áratuginn og fór hæst í yfir 100% í ágúst 1983. Seðlabanki Ísland tók upp verðbólgumarkmið árið 2000 og hefur verðbólgan að mestu verið undir 10% síðan þá.
Efnahagsmál
- Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna janúarmælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana föstudaginn 28. janúar. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% milli mánaða og að verðbólgan lækki úr 5,1% í 5,0%.
- Seðlabankinn birti fundargerð fjármálastöðuleikanefndar 6. - 7. desember 2021 og þrjár fréttir sem tengjast viðskiptum við mótaðila bankans.
- Skráð atvinnuleysi var 4,9% í desember, þriðja mánuðinn í röð. Atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því lækkað um 6,7 prósentustig síðan. Sem fyrr var atvinnuleysið hæst á Suðurnesjum þar sem það var 9,3%.
- Þrátt fyrir ómíkron virðist jólavertíðin hafa verið nokkuð góð. Velta innlendra greiðslukorta jókst um 14% milli ára að raunvirði í desember, en þar af jókst velta í verslun innanlands um 6% og velta erlendis um 90%.
- Um 690 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á síðasta ári samanborið við 480 þúsund 2020. Fjölmennasti hópurinn voru Bandaríkjamenn (33%), síðan Þjóðverjar (9%), Bretar (8%) og þá Pólverjar (8%).
- Samkvæmt bráðabirgðatölum voru gistinætur á hótelum 198 þúsund í desember, sem er um þriðjung færri en í desember 2019. Þar af voru gistinætur útlendinga 157 þúsund og gistinætur Íslendinga 41 þúsund.
- Fiskaflinn á síðasta ári var rúmlega 1.160 þúsund tonn og jókst um 13% milli ára. Aukningin er fyrst og fremst vegna loðnuveiða, en loðnuaflinn í fyrra var 147 þúsund tonn.
Fjármálamarkaðir
- Hagar birtu uppgjör fyrir 3F 2021/22 (fjárfestakynning).
- Reitir, Íslandsbanki og Origo birtu afkomuviðvörun.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Arion banki lauk útboði á grænum skuldabréfum og Brim lauk sölu á grænum og bláum skuldabréfum.
- Landsbankinn gaf út skuldabréf í norskum og sænskum krónum til þriggja ára og skuldabréf í sænskum krónum til tveggja ára.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.