Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar og seinni fjármálastöðugleikaskýrslu ársins. Þjóðskrá birtir vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á föstudag birtir Hagstofan vísitölu byggingarkostnaðar.
Mynd vikunnar
Í vikunni birti Hagstofa Íslands tölur um tekjuþróun hér á landi síðustu ár. Í þeim er margt áhugavert eins og farið er nánar yfir í Hagsjá sem við birtum í seinustu viku. Sé til dæmis litið á tekjur í stærstu bæjum landsins sést að Seltjarnarnes og Garðabær eru í nokkrum sérflokki. Kópavogur kemur þar á eftir, en þar voru meðaltekjur á árinu 2016 um 20% lægri en á Seltjarnarnesi. Af stærstu bæjunum voru tekjurnar lægstar í Árborg og Reykjanesbæ en þar voru þær um 10% undir landsmeðaltali.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vinnumálastofnun birti tölur um skráð atvinnuleysi.
- Hagstofan birti samantekt um ráðstöfunartekjur heimilanna.
- Hagstofan birti einnig samantekt um fjölda launþega.
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
- Seðlabankastjóri hélt erindi um vexti, verðtryggingu og stöðu heimilanna.
- Landsbankinn og Eik héldu skuldabréfaútboð.
- Lánamál ríkisins og Lykill héldu víxlaútboð