Vikubyrjun 12. ágúst
Þátttaka erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist mikið á síðustu árum. Útlendingar eru að sumu leyti eins konar jaðarvinnuafl, þeir koma sterkt inn þegar mikið er af lausum störfum og eru oft fyrstir út þegar störfum fækkar. Það kemur því ekki á óvart að töluverður hluti atvinnulausra er af erlendu bergi brotinn.
12. ágúst 2019
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
- Á fimmtudag birtir Reginn hálfsársuppgjör.
Mynd vikunnar
Þátttaka erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist mikið á síðustu árum. Útlendingar eru að sumu leyti eins konar jaðarvinnuafl, þeir koma sterkt inn þegar mikið er af lausum störfum og eru oft fyrstir út þegar störfum fækkar. Það kemur því ekki á óvart að töluverður hluti atvinnulausra er af erlendu bergi brotinn. Hlutfall erlendra starfsmanna af atvinnulausum hefur þannig fjölgað úr 5% árið 2015 í um 35% nú.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 17% milli ára í júlí.
- Íslenska krónan styrktist nokkuð á seinni helmingi júlímánaðar.
- Farþegafjöldi Icelandair jókst um 9% milli ára í júlí.
- Arion banki birti hálfsársuppgjör.
- Raungengið var 10,6% lægri í júlí en sama mánuð árið áður.
- Velta á fasteignamarkaðinum dróst saman um 2,2% á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlí, en jókst um 12% milli ára utan höfuðborgarsvæðisins.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur úr niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar sinnar fyrir júní og annan ársfjórðung.
- Heildartekjur einstaklinga voru um 6,6 ma.kr. að meðaltali í fyrra.
- Íbúðalánasjóður birti mánaðarskýrslu.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa.
- Íbúðalánasjóður keypti lánasafn af Arion banka.
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
5. des. 2024
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. des. 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
29. nóv. 2024
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.