Vikubyrjun 10. september 2018
Vikan framundan
- Klukkan 16:00 í dag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í ágúst.
Mynd vikunnar
Vöxtur einkaneyslu á yfirstandandi hagvaxtarskeiði náði hámarki í 9,8% á öðrum fjórðungi síðasta árs. Stöðugt hefur dregið úr vextinum frá þeim tíma og nam hann 5,1% á öðrum ársfjórðungi. Eitt af athyglisverðum einkennum núverandi uppsveiflu er að vöxtur einkaneyslu hefur verið minni en aukning kaupmáttar mest allt tímabilið. Það er fyrst nú á síðustu sex ársfjórðungum sem vöxtur einkaneyslu hefur reynst meiri en aukning kaupmáttar launa.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Kröftugur hagvöxtur á mældist fyrri árshelmingi ársins.
- Afgangur af viðskiptum við útlönd dróst saman milli ára, aðallega vegna þess að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum fer stöðugt minnkandi.
- Viðskipti með fasteignir voru með líflegasta móti í sumar.
- Erlendum ferðamönnum fækkaði um 2,8% milli ára í ágúst.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir ágúst.
- Arion banki hélt hluthafafund.
- Seðlabankinn birti glærur frá kynningu aðstoðarseðlabankastjóra á efni Peningamála.
- Fjöldi gistinátta í júlí stóð í stað milli ára.
- Landsbankinn hélt víxlaútboð, Íslandsbanki víxlaútboð, Lykill fjármögnun skuldabréfaútboð, Arion útboð sértryggðra skuldabréfa, Félagsbústaðir skuldabréfaútboð og Lánamál ríkisins útboð óverðtryggðra ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 10. september 2018 (PDF)