Verð­bólg­an lækk­aði í 6,0%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
Flugvél
24. apríl 2024

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan lækkar því úr 6,8% í 6,0%, um 0,6 prósentustig. Verðbólga hjaðnaði örlítið meira en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum 0,61% hækkun milli mánaða og að ársverðbólgan færi í 6,1%. Þetta er síðasta mæling fyrir næstu vaxtaákvörðun, en hún verður birt miðvikudaginn 8. maí, eftir tvær vikur.

Reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda skýra 95% af hækkuninni

Í þetta sinn voru það tveir liðir sem höfðu langmest áhrif, reiknuð húsaleiga sem hækkaði um 1,7% (0,32% áhrif) og flugfargjöld til útlanda sem hækkuðu um 11,3% (0,20% áhrif). Alls skýra þessir tveir undirliðir 0,52 prósentustig af 0,55% hækkuninni, eða 95%.

Helstu liðir vísitölunnar:

  • Reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,7% (0,32% áhrif). Þetta var mun meiri hækkun en við bjuggumst við en við spáðum 1,1% (0,20% áhrif). Mestu munar um að markaðsverð húsnæðis hækkaði mun meira en við spáðum, eða um 1,2% í stað 0,6%. Hún hækkaði meira en vísitala íbúðaverðs sem HMS mælir sem hækkaði um 0,8% milli mánaða.  Verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9%, sérbýli á höfuðborgarsvæðinu um 0,6% og húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins um 2,1% samkvæmt mælingum Hagstofunnar.
  • Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,1% (0,02% áhrif), sem er mun hóflegri hækkun en við höfðum spáð.
  • Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,3% (0,20% áhrif) sem er mjög svipað og við bjuggumst við. Þótt flugfargjöld hafi hækkað milli mánaða er nú 11% ódýrara að fljúga til útlanda en á sama tíma í fyrra.
  • Liðurinn húsgögn, heimilisbúnaður og fl. lækkuðu óvænt um 0,8% (-0,04% áhrif). Þar munar mestu um að borðbúnaður, glös, eldhús- og heimilisáhöld lækkuðu um 2,1% og sængurfatnaður, handklæði o.fl. lækkaði um 2,0%. Hér gætu tilboðsdagar eða afslættir í verðkönnunarvikunni hafa spilað inn í.

Hjöðnun ársverðbólgu á nokkuð breiðum grunni

Ef við skoðum samsetningu verðbólgunnar sést að framlag allra helstu undirflokka nema bensíns lækkaði í apríl. Mesta breytingin fólst í því að framlag húsnæðis lækkaði um 0,3 prósentustig og einnig framlag innfluttra vara án bensíns, framlag innlendra vara lækkaði um 0,2 prósentustig og framlag þjónustu lækkaði um 0,1 prósentustig. Framlag bensíns jókst hins vegar um 0,1 prósentustig. Það verður að teljast jákvætt að hjöðnun verðbólgunnar sé á breiðum grunni, enda kann það að þýða að tekið sé að draga úr undirliggjandi verðbólguþrýstingi.

Spáum verðbólgu í kringum 6% næstu þrjá mánuði

Við spáum því nú að vísitala neysluverðs hækki um 0,46% í maí, 0,62% í júní og 0,05% í júlí. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 6,1% maí, 5,9% í júní og 5,9% í júlí. Spáin fyrir þessa þrjá mánuði er óbreytt frá síðustu spá sem við birtum í verðkönnunarvikunni enda kom talan í morgun ekki mikið á óvart. Þar sem húsnæðisverð hækkaði umfram væntingar okkar í apríl hækkum við lítillega spá um húsnæðisliðinn í maí.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur