Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli maí og júní samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Mest áhrif milli mánaða hafði reiknuð húsaleiga sem hækkaði um 2,9% (+0,56% áhrif), bensín og olíur sem hækkuðu um +10,4% (+0,39% áhrif) og matarkarfan sem hækkaði um +0,8% (+0,11% áhrif).
Ársverðbólgan mælist núna 8,8% og hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009. Ársverðbólgan hækkaði um 1,2 prósentustig milli maí og júní. Framlag húsnæðis til ársverðbólgu hækkaði um 0,5 prósentustig og framlag bensíns hækkaði um 0,4 prósentustig. Þessir tveir liðir skýra 70% af 1,2 prósentustiga hækkun verðbólgunnar milli maí og júní 55% af ársverðbólgunni.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í október 2009