Vax­andi um­svif Lands­bank­ans í ferða­þjón­ustu

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár. Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum.
15. mars 2013

Hagfræðideild Landsbankans birtir nú í annað sinn ítarlega úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Í ritinu er m.a. fjallað um þróun á fjölda og eyðslu erlendra ferðamanna undanfarin ár, kynntar niðurstöður greiningar á rekstri og eiginfjárstöðu fyrirtækja í greininni ásamt því að fjalla um hlutverk hins opinbera í ferðaþjónustu á Íslandi.

Davíð Björnsson

Íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á liðnum árum og hún er nú í þriðja sæti þegar horft er til öflunar gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið. Þarna skiptir auðvitað mestu mikil fjölgun ferðamanna en þeim hefur fjölgað um 8% á ári að meðaltali undanfarin 10 ár.

Á árinu 2012 komu tæplega 650 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Leifsstöð og þeir hafa aldrei verið fleiri. Reiknað er með því að þessi þróun haldi áfram, þó að líklegt sé að vöxturinn á næstu árum verði ekki jafn hraður og hann hefur verið undanfarin tvö ár. Þessi vöxtur hefur kallað á mikla eflingu á innviðum ferðaþjónustunnar og útlit er fyrir að sú þörf verði áfram fyrir hendi á næstu árum. 

Fjölgun ferðamanna hefur kallað á aukna fjárfestingu í hótelum, rútum, bílaleigubílum, skipum og bátum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Landsbankinn hefur fylgst náið með þessari þróun og tók á sínum tíma ákvörðun um að styðja við hana með margvíslegum hætti. Eðlilega fer mest fyrir lánveitingum bankans til ferðaþjónustufyrirtækja en aðrar aðferðir hafa líka verið notaðar til að styðja við greinina.

Landsbankinn tekur virkan þátt í auknum umsvifum ferðaþjónustunnar í samræmi við þá stefnu bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu. Viðskipti við ferðaþjónustufyrirtæki hafa markvisst verið aukin og óhætt er að slá því föstu að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að fjármögnun nýfjárfestinga í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein. Það er sérstakt gleðiefni að þessar fjárfestingar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið heldur á uppbygging sér stað víða um land.

Af þeim verkefnum sem bankinn hefur fjármagnað utan Reykjavíkur má nefna nýtt hótel Fosshótela á Patreksfirði, sem áætlað er að opni nú í vor, nýtt hótel Icelandair á Akureyri, en byggingu þess lauk síðasta sumar og þá er ótalin stækkun á Hótel Rangá og Hótel Hrauneyjum síðasta sumar og framkvæmdir við nýtt gufubað á Laugarvatni, Laugarvatn Fontana.

Í Reykjavík hefur bankinn einnig annast fjármögnun nýrra hótela undanfarin misseri. Þar má meðal annars nefna Hotel Reykjavík Marina, sem hóf starfsemi á liðnu vori, Hótel Klett, sem sömuleiðis er nýtt á þessum markaði og sem stendur fjármagnar bankinn framkvæmdir við stórt hostel við Laugaveg, sem áætlað er að opna nú í vor. Til að setja málin í samhengi má nefna að aukist fjöldi ferðamanna jafn hratt og gerst hefur á undanförnum árum, verður á hverju ári þörf fyrir rúmlega 200 ný hótelherbergi í Reykjavík næstu árin.

Eins og alltaf er fjöldi hugmynda um uppbyggingu í ferðaþjónustu til skoðunar. Búast má við að hafist verði handa við a.m.k. tvö verkefni í Reykjavík á þessu ári sem bankinn fjármagnar, auk tveggja nýrra verkefna á landsbyggðinni. Auk þessa er einnig mikill vöxtur í annarri fjármögnun sem tengist beint auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þar má m.a. nefna fjármögnun nýrra langferðabíla og fjármögnun bílaleiguflotans, en stór hluti nýrra bíla sem seldur er hér á landi er seldur til bílaleiga.

Það hefur því verið í nógu að snúast hjá sérfræðingum bankans í ferðaþjónustu og ekki útlit fyrir annað en að svo verði áfram, enda mörg verkefni þar í gerjun eins og fyrr var nefnt. Ánægjulegt verður að taka þátt í þeim með því öfluga fólki sem nú fer fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Davíð Björnsson er forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur