Spá­um rétt tæp­lega 6% verð­bólgu í sum­ar

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólgan úr 6,0% í 6,2%, sem er örlítið meira en við höfðum spáð.  

Spáum 0,47% hækkun í júní og að verðbólga lækki í 5,8% 

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða nú í júní og að ársverðbólga lækki við það úr 6,2% í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar aftur á nokkuð breiðum grunni þar sem margir liðir hækka lítið. Mest áhrif til hækkunar í spánni hafa reiknuð húsaleiga, hótel og veitingastaðir, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. 

Ný aðferð við að reikna kostnað við búsetu í eigin húsnæði

Hagstofan mun nú í fyrsta sinn beita nýrri aðferð við mat á reiknaðri húsaleigu, svokallaðri aðferð húsaleiguígilda. Aðferðin byggir á því að markaðsleiga er notuð til þess að meta kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Enn er óljóst hvaða áhrif þessi breyting mun hafa, en við gerum ráð fyrir að mælingar verði stöðugri og mánaðarsveiflur minni. Spár fyrir húsnæðisliðinn eru af þessum sökum háðar mikilli óvissu nú á meðan engin reynsla er komin á nýju aðferðina. Við gerum ráð fyrir því að liðurinn hækki um 0,6% á milli mánaða næstu mánuði. 

Flugfargjöld til útlanda hækka og bensínverð lækkar 

Almennt er nokkuð skýr árstíðarsveifla á flugfargjöldum til útlanda. Þau hækka aðeins í júní, hækka svo nokkuð meira í júlí og lækka í ágúst. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 3,4% á milli mánaða (0,07% áhrif) nú í júní. Gangi spáin eftir verður 5% ódýrara að fljúga til útlanda í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt verðkönnun okkar lækkar verð á bensíni og díselolíu um 0,6% á milli mánaða (-0,02% áhrif á vísitöluna). 

Matarkarfan hækkar lítillega 

Við gerum ráð fyrir að matarkarfan hækki um 0,4% (0,05% áhrif) núna í júní, en samkvæmt okkar verðkönnun var verð flestra matvara óbreytt á milli mánaða. 

Spá um júnímælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 14,9% 0,4% 0,05%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,1% 0,00%
Föt og skór 3,8% 1,0% 0,04%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,5% 0,3% 0,03%
Reiknuð húsaleiga 19,4% 0,6% 0,12%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 5,7% 0,1% 0,01%
Heilsa 4,0% 0,3% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,4% 0,02%
Kaup ökutækja 6,7% 0,2% 0,01%
Bensín og díselolía 3,3% -0,6% -0,02%
Flugfargjöld til útlanda 2,0% 3,4% 0,07%
Póstur og sími 1,7% -0,4% -0,01%
Tómstundir og menning 9,9% 0,1% 0,01%
Menntun 1,0% 0,0% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,4% 1,5% 0,08%
Aðrar vörur og þjónusta 6,5% 0,4% 0,03%
Alls 100,0%   0,44%

Spáum takmörkuðum breytingum á ársverðbólgu næstu mánuði 

Samkvæmt skammtímaspá okkar mun vísitalan hækka um 0,17% í júlí, 0,28% í ágúst og 0,26% í september. Gangi spáin eftir eykst verðbólga í júlí og verður 6,0%, en lækkar í 5,9% í ágúst og verður svo 5,8% í september. Við spáum því afar takmörkuðum breytingum á ársverðbólgu allra næstu mánuði.  

Sem fyrr er óvissa í spánni. Helsta óvissan næstu mánuði tengist nýrri aðferðafræði við mat á reiknaðri húsaleigu. Í júlí hafa útsölur töluverð áhrif á verðbólgumælingar, bæði á fötum og skóm en einnig á húsgögnum og heimilisbúnaði. Hversu miklar þær útsölur eru á eftir að koma í ljós og þá sömuleiðis áhrifin á verðbólgu. Þá er einnig alltaf óvissa um þróun flugfargjalda, en liðurinn hefur töluverð áhrif á verðbólgumælingar. 

Samkvæmt spánni hjaðnar verðbólgan nokkuð hægar á næstu mánuðum en hún gerði í upphafi árs. Gangi spáin eftir má jafnvel telja áhyggjuefni hversu hægt hún hjaðnar á meðan verulega dregur úr krafti í hagkerfinu, eins og sást skýrt í nýlegum þjóðhagsreikningum. Peningastefnunefnd hefur tilkynnt að ekki verði hægt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en skýr merki eru komin fram um að verðbólga sé augljóslega á niðurleið. Í nýjustu þjóðhagsspá okkar gerum við ráð fyrir að vöxtum verði áfram haldið óbreyttum á ágústfundi peningastefnunefndar, en að þeir verði lækkaðir í október. Samkvæmt uppfærðri verðbólguspá er ekki útilokað að þeim verði haldið óbreyttum enn lengur en við höfum hingað til spáð.   

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur