Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir í 0,75% síðan í nóvember á síðasta ári. Við teljum að óvissan sem snýr að því hvort vöxtum verði haldið óbreyttum eða þeir hækkaðir sé töluvert mikil að þessu sinni. Samfara vaxtaákvörðuninni koma út Peningamál með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Sú spá sem þar birtist mun hafa mikil áhrif á vaxtaákvörðunina.
Verðbólga reynst töluvert meiri en spáð hafði verið
Verðbólguþróunin það sem af er ári hefur reynst umtalsvert óhagstæðari en spáð hafði verið og hefur verðbólga mælst yfir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins allt þetta ár. Í febrúar spáði Seðlabankinn að verðbólga yrði 3,9% á fyrsta ársfjórðungi en raunin var hins vegar 4,2%.