Fjórir undirliðir munu hafa mest áhrif á verðbólgu núna samkvæmt spá okkar: matur og drykkjarvara, reiknuð húsaleiga, föt og skór og flugfargjöld til útlanda. Föt og skór munu hafa áhrif til lækkunar vegna sumarútsalna en hinir þrír liðir til hækkunar.
Við eigum ennþá von á að verðbólgan nái hámarki í ágúst. Spá okkar til næstu mánaða gerir nú ráð fyrir 0,7% hækkun í ágúst. Gangi það eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,5% í ágúst áður en hún lækkar aftur.