Spáum 1 prósentustigs hækkun stýrivaxta í maí
Við teljum líklegt að nefndin muni ræða 0,75-1,25 stiga hækkun vaxta. Við teljum að verðbólgutölur sem komu í morgun og sýndu 7,2% verðbólgu þýði að líkur á 0,75 prósentustiga hækkun verði mjög litlar. Það sem dregur úr líkum á að stærra skref en 1 prósentustiga hækkun verði tekin er að næsta vaxtaákvörðun er strax í júní og því hægt að hækka vextina frekar þá. Á síðasta fundi nefndarinnar voru rædd skref á bilinu 0,5-1 prósentustiga hækkun. Nefndin var hins vegar einróma í því að hækka vextina um 0,75 prósentustig.