Þetta er nokkuð minni samdráttur en við áttum von á, en í nýjustu þjóðhagsspá okkar frá því í október gerðum við ráð fyrir 8,5% samdrætti. Mesti munurinn liggur í að einkaneysla og íbúðafjárfesting var mun sterkari en við gerðum ráð fyrir, en á móti var opinber fjárfesting veikari.
Áhrif Covid-19-faraldursins eru þó meiri en samdrátturinn einn og sér ber með sér, því áður en faraldurinn skall á var útlit fyrir að landsframleiðslan myndi aukast um á bilinu 1-3% árið 2020. Að teknu tilliti til þess má áætla að heildaráhrif faraldursins á landsframleiðsluna séu neikvæð um á bilinu 250 til 300 ma.kr.