Minni spenna á vinnu­mark­aði en lít­il breyt­ing á at­vinnu­leysi

Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
Bílar
6. nóvember 2024

Eftirspurn eftir vinnuafli jókst hratt eftir að faraldrinum linnti og atvinnuleysi fór undir 3% um mitt síðasta ár. Laun hækkuðu verulega, bæði vegna ríflegra kjarasamningsbundinna hækkana en einnig vegna aukins launaskriðs á yfirspenntum vinnumarkaði. Launavísitalan hækkaði um 8,3% árið 2022 og um 9,8% á síðasta ári. Vísitalan hefur hækkað mun minna það sem af er þessu ári og í september var 12 mánaða hækkun hennar 6,1%.

Minni eftirspurn eftir vinnuafli 

Hægari taktur í launaþróun skýrist bæði af nýlegum kjarasamningum sem kveða á um minni launahækkanir en fyrri samningarnir, en einnig af minnkandi launaskriði vegna minni eftirspurnar eftir launafólki. Seðlabankinn birtir ársfjórðungslega niðurstöður úr Gallup-könnun á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækjanna. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs sögðust stjórnendur 76% fyrirtækja að þeir teldu framboð af starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði nægjanlegt en 24% töldu skorta starfsfólk. Það er greinilegt merki um minnkandi spennu á vinnumarkaði að hlutfall þeirra stjórnenda sem telja skorta starfsfólk hefur lækkað hratt á síðustu misserum, en rétt eftir faraldurinn töldu 54% stjórnenda stærstu fyrirtækjanna að skortur væri á starfsfólki. Eftirspurn eftir starfsfólki er mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð þar sem 33% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki.

Spáum minni launahækkunum  

Í nýlegri hagspá sem nær til ársins 2027 spáum við meðal annars fyrir um horfur á vinnumarkaði. Við gerum ráð fyrir að laun hækki þó nokkuð minna næstu ár en á síðustu tveimur árum, um 6,6% á þessu ári, 6,1% á því næsta, um 5,5% árið 2026 og um 5,7% árið 2027. Launaspáin byggir aðallega á nýjum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Þótt prósentuhækkanir séu á bilinu 3,25%-3,5% er í samningunum gert ráð fyrir lágmarkshækkun sem tryggir að tekjulægstu hóparnir fái hlutfallslega meiri launahækkun, sem eykur lítillega hlutfallshækkunina í heild. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir launaskriði sem líklega fer minnkandi eftir því sem slaki færist yfir vinnumarkaðinn. 

Hafa ber í huga að óvissa um launaþróun kann að hafa aukist á síðustu vikum eftir að í ljós kom hversu hart er tekist á í samningsviðræðum hjá hinu opinbera, með tilheyrandi verkfallsboðunum. Þá er erfitt að segja til um það hversu hratt nýhafið vaxtalækkunarferli blæs lífi í atvinnulífið og hvort launaskrið taki aftur við sér.

Sé miðað við verðbólguspá okkar má gera ráð fyrir að kaupmáttur aukist um 0,7% á þessu ári, 2,1% á því næsta, 1,8% árið 2026 og um 2,3% árið 2027. Kaupmáttaraukningin er þó nokkuð undir meðalaukningu síðustu ára en eykst þó eftir því sem líður á spátímann og verðbólga hjaðnar.

Enn innistæða fyrir neyslu 

Hver sem launaþróunin verður má gera ráð fyrir að áfram verði nokkur kraftur í neyslu landsmanna. Kortavelta hefur aukist merkilega mikið það sem af er ári, innlán aukist til muna og yfirdráttur ekki færst í aukana. Hér spila inn í kröftugar launahækkanir síðustu ára, sparnaður sem safnaðist upp á tímum faraldursins og einnig hefur hátt vaxtastig ekki aðeins hvatt til sparnaðar heldur einnig tryggt virði hans gegn verðbólgu. Við spáum því að einkaneysla aukist hóflega á þessu ári og að hátt vaxtastig haldi aftur af henni. Með lækkandi vaxtastigi er viðbúið að einkaneysla aukist meira með tímanum, en þó lítið í sögulegu samhengi. Við spáum því að einkaneysla aukist um 0,6% á þessu ári, 1,5% á næsta ári, 1,8% árið 2026 og um 2,0% á árinu 2027.

Atvinnuleysi örlítið meira en á sama tíma í fyrra 

Þrátt fyrir merki um minni eftirspurn eftir vinnuafli og minna launaskrið virðist atvinnuleysi hafa aukist óverulega. Skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar hefur á þessu ári mælst um 0,2-0,4 prósentustigum yfir því sem það var í sömu mánuðum á síðasta ári og við teljum að það breytist lítið á næstu misserum.   

Almennt má gera ráð fyrir að aukinn hreyfanleiki vinnuafls dragi úr sveiflum í atvinnuleysi. Þegar umsvif aukast og störfum fjölgar er eftirspurn eftir vinnuafli að miklu leyti mætt með aðflutningi launafólks og því fækkar ekki endilega mjög í hópi atvinnulausra. Þegar hægir á í efnahagslífinu og störfum fækkar flytur svo hluti vinnuaflsins úr landi, í stað þess að fara á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar. Minnkandi efnahagsumsvif auka atvinnuleysi þannig minna en ella. Við spáum 3,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 3,5% á næsta ári, 3,4% árið 2026 og 3,3% árið 2027.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur