Þörf á íbúð­um og ágæt­is upp­bygg­ing í kort­un­um 

Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Fjölbýlishús
4. nóvember 2024

Eftirspurn eftir íbúðum til sölu sveiflast til skamms tíma nokkuð skýrt með vaxtastigi í landinu. Íbúðaverð tók að rjúka upp um það leyti sem vextir voru lækkaðir á tímum faraldursins og þegar þeir voru hækkaðir á ný tók að hægja verulega á verðhækkununum. Undirliggjandi er þó síaukin þörf á íbúðum, aðallega vegna aukins aðflutnings.  

Kjarnafjölskyldum fjölgar hratt 

Á síðasta áratugnum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 20%, um rúmlega 60 þúsund manns.  Kjarnafjölskyldum hefur fjölgað um 45 þúsund en íbúðum aðeins um 25 þúsund. 

Í upphafi þessa árs jókst þörfin einnig skyndilega vegna hamfaranna við Grindavík sem segja má að hafi þurrkað út hluta íbúðastofnsins. Á sama tíma tók eftirspurn við sér vegna þess stuðnings sem Grindvíkingar fengu frá hinu opinbera og vegna væntinga um aukna íbúðasölu. 

Íbúðafjárfesting eykst á ný 

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði virðist hafa færst í aukana á allra síðustu mánuðum eftir þó nokkurn samdrátt síðustu ár. Hún var 6,6% meiri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra og jókst um 7% á milli ára á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Í hagspá sem við birtum um miðjan október gerum við áfram ráð fyrir kröftugri íbúðafjárfestingu og að hún aukist um 5% á þessu ári, 3% næstu tvö ár og um 4% árið 2027. Þar hefur meðal annars áhrif aukin þörf á íbúðum, bæði vegna aðflutnings til landsins en einnig hamfaranna við Grindavík. Þá ættu vaxtalækkanir ekki aðeins að blása lífi í eftirspurn eftir íbúðum heldur einnig uppbyggingu. 

Starfandi í byggingariðnaði fjölgar 

Fólki sem starfar í byggingariðnaði og mannvirkjagerð fækkaði lítillega á tímum faraldursins, úr um það bil 15 þúsundum í 14 þúsund. Því fjölgaði svo hratt á ný eftir því sem hagkerfið tók við sér og nú starfa yfir 18 þúsund manns í geiranum, álíka margir og um mitt ár 2008. Hér ber að hafa í huga að aðeins hluti þeirra sem starfar í byggingargeiranum vinnur að íbúðauppbygginu, en erfitt er að segja til um hvernig fjöldinn skiptist.

Samkvæmt könnun Seðlabankans meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækjanna virðist eftirspurn eftir starfsfólki í greininni hafa minnkað á síðustu mánuðum, en þó er hún mun meiri en í öðrum atvinnugreinum.

Kraftur á byggingarmarkaði birtist einnig í auknum innflutningi á byggingarefnum, sérstaklega timbri, en frá því á miðju síðasta ári hefur innflutningur á helstu byggingarefnum aukist um næstum 50%. Hér ber aftur að hafa í huga að erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu stór hluti byggingarefnisins er ætlaður í íbúðauppbyggingu, en þróunin styður við gögn um nokkuð kröftuga fjárfestingu í íbúðum og atvinnuvegum, og einnig aukna veltu í byggingariðnaði síðustu ár.

Hverjar eru horfur um fjölgun íbúða? 

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur íbúðir í byggingu í þeim tilgangi að spá fyrir um íbúðafjölgun næstu ára. Nýjasta talning var gefin út í september síðastliðnum og íbúðir í byggingu reyndust 16,8% færri en í sama mánuði árið áður. Merki eru um að framkvæmdir hefjist á of fáum íbúðum um þessar mundir en á sama tíma er minna um að framvinda á framkvæmdum standi í stað. Því virðast verktakar frekar leggja áherslu á að klára yfirstandandi verkefni en að hefjast handa við ný. Gangi spáin eftir verður uppbyggingin ekki frábrugðin því sem verið hefur undanfarin ár en vegna þess hversu fá ný verkefni virðast komast á skrið um þessar mundir spáir HMS minni fjölgun íbúða árið 2026 en á þessu ári og því næsta. HMS gerir ráð fyrir að 3.024 nýjar fullbúnar íbúðir verði klárar á þessu ári, 2.897 á næsta ári og 2.323 árið 2026. Hvort það dugi til þess að mæta aukinni eftirspurn, bæði vegna lækkandi vaxta og aukinnar þarfar, á þó eftir að koma í ljós.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur