Seðlabanki Íslands birti fyrir helgi gögn um veltu innlendra greiðslukorta í apríl. Samanlagt jókst kortavelta um 25% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag. Þetta er mesta aukning sem mælst hefur milli ára. Þar áður hafði greiðslukortavelta mest aukist um 24% milli ára bæði í apríl 2021 og apríl 2020, en þá var veirufaraldurinn með öllum sínum takmörkunum á neyslu í hámarki. Sé miðað við aprílmánuð 2019 sést að kortavelta er 19% meiri að raunvirði.
Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 79 mö.kr. og jókst um 10% milli ára á föstu verðlagi, en fyrstu þrjá mánuði ársins var kortavelta innanlands nokkurn veginn óbreytt milli ára. Kortavelta Íslendinga erlendis nam 21,6 mö.kr. og jókst um 145% milli ára miðað við fast gengi. Alls var um 80% veltunni í apríl í verslun innanlands og 20% erlendis. Hins vegar skýrist tæplega 40% af aukinni veltu milli ára af aukinni veltu innanlands og rúmlega 60% af aukinni veltu erlendis.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Mikil aukning í kortaveltu bæði innanlands og erlendis