Mesta ávöxtun hlutabréfamarkaðarins eftir hrun
Sé litið til verðþróunar einstakra félaga á OMX-markaðnum í kauphöllinni hækkaði Icelandair Group mest í desember, eða um 13,8%. Næstmest hækkaði Origo, eða 8,3%, og þriðja var Marel með 5,8% hækkun. Þar á eftir komu Eimskip (5,2%), Eik fasteignafélag (5,1%) og Reginn (5,1%). Einungis varð verðlækkun á einu félagi en Iceland Seafood lækkaði um 0,3%. Verð á Brimi var óbreytt í desember. Þau félög sem komu síðan þar á eftir með minnstu hækkanir mánaðarins voru Síminn (1,7%), Sýn (1,6%) og Kvika banki (0,8%).