Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda hef­ur minnkað mik­ið síð­ustu tvö ár

Ef fyrstu þrír ársfjórðungar síðustu ára eru bornir saman má sjá að minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum hefur verið mikil. Þannig var losun frá flugsamgöngum á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2020 einungis um 37% af því sem hún var á árinu 2018, þegar hún var mest. Losunin frá stóriðju hélt áfram að minnka á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2020 en þó minna en árið á undan.
Ferðamenn á jökli
21. janúar 2021 - Hagfræðideild

Losun hitunargilda (CO2-ígilda) frá hagkerfi Íslands á þriðja ársfjórðungi 2020 var 20,6% minni en losun á sama ársfjórðungi 2019. Meginstæða þessa var mikill samdráttur í flugi vegna kórónuveirufaraldursins. Losunin á þriðja ársfjórðungi 2020 var 13,6% meiri en losun á öðrum ársfjórðungi 2020 en þá var hún sögulega lág.

Nú hefur Hagstofan birt tölur um losun á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2020. Ef þessir ársfjórðungar eru bornir saman við þrjá fyrstu fjórðunga síðustu ára má sjá að veruleg minnkun losunar frá flugsamgöngum heldur áfram með sama hætti og var í fyrra. Þannig var losun frá flugsamgöngum á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2020 einungis um 37% af því sem hún var á árinu 2018, þegar hún var mest. Losunin frá stóriðju hélt áfram að minnka á fyrstu þremur fjórðungum ársins en þó minna en árið á undan. Þannig var losun frá stóriðju fyrstu þrjá fjórðunga 2020 um 90% af því sem var 2018.

Minnkun losunar í flugsamgöngum og stóriðju skiptir ekki miklu máli varðandi þau markmið í loftslagsmálum sem þjóðin hefur tekið á sig. Bókhald um losun gróðurhúsalofttegunda er flókið, t.d. varðandi uppsprettu losunarinnar og skuldbindingar ríkja. Þannig eru alþjóðaflug og alþjóðasiglingar undanskildar skuldbindingum ríkja í Kýótóbókuninni. Sumt fellur undir skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á, annað undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og enn annað heyrir undir alþjóðlegar stofnanir, t.d. á sviði flugmála og siglinga. Þannig heyrir stóriðja undir ETS, og þar bera fyrirtækin sjálf ábyrgð á losun sinni og þurfa að útvega sér heimildir til losunar, t.d. með kaupum á markaði. Losun alþjóðaflugs er enn sem komið er sér á parti og heyrir ekki undir íslensk stjórnvöld.

Frá 1995 hefur hlutfallsleg losun hefur aukist langmest í ferðaþjónustu og akstri ferðamanna, en þar var losunin á árinu 2019 um 24 sinnum meiri en á árinu 1995. Næstmesta aukningin var í landflutningum og geymslu, 15 sinnum meiri 2019 en var 1995.

Stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda innan íslenska hagkerfisins heyrir ekki beint undir stjórnvöld hér á landi. Baráttan gegn losun snýr því meira að greinum sem losa minna. Þá kemur það heldur ekki á óvart að mikill vöxtur í ferðaþjónustu skapaði mikla aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda á sínum tíma, og má þar sérstaklega benda á flug og akstur innanlands. Þegar ferðaþjónustan nær sér aftur á strik er viðbúið að sú saga endurtaki sig.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað mikið síðustu tvö ár

Þú gætir einnig haft áhuga á
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur