Launa­vísi­tal­an lækk­aði í júlí – op­in­beri mark­að­ur­inn leið­ir launa­þró­un­ina áfram

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum. Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð.
Smiður að störfum
24. ágúst 2021 - Greiningardeild

Launavísitalan lækkaði um 0,1% milli júní og júlí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%, sem er eilítið hærri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði.

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar vegna áfangahækkana í kjarasamningum og hefur nú hækkað um samtals 5,4% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Launavísitalan lækkaði síðast í júlí í fyrra og þar á undan í júní 2019. Það er því ekkert nýtt að launavísitalan lækki smávegis á miðju sumri. Ekki hefur verið um almennar launahækkanir að ræða samkvæmt kjarasamningum síðan í janúar og kjarasamningsbundnar hækkanir verða ekki aftur fyrr en í janúar 2022. Það sem af er ársins hefur verið talsverð hreyfing á launavísitölunni upp á við, en miðað við stöðuna mætti ætla að launaþróun væri á rólegum nótum um þessar mundir og staðan verði mögulega svipuð út árið.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% milli júlímánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,8% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,4%. Kaupmáttur launa er því áfram mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í júlí 1,1% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Í apríl 2020 hækkuðu laun nær allra í landinu vegna kjarasamninga. Á þeim tímapunkti má segja að opinberi markaðurinn hafi unnið upp þá töf sem orðið hafði á kjarasamningsbundnum launahækkunum miðað við almenna markaðinn. Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá maí 2020 fram til sama tíma 2021 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,8% á þessum tíma og um 12,4% á þeim opinbera, 10,7% hjá ríkinu og 14,5% hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast.

Af starfsstéttum á almenna markaðnum hækkuðu laun verkafólks mest, eða um 8,4% milli ára í maí. Laun tækna og sérmenntaðs fólks hækkuðu minnst, eða um 3,9%. Launavísitalan hækkaði um 7,5% á tímabilinu þannig að einungis laun verkafólks hafa hækkað meira en meðaltalið og laun annarra starfsstétta minna, sérstaklega tækna og sérfræðinga. Stærsti hluti hækkunar launavísitölunnar er því á opinbera markaðnum.

Meðal atvinnugreina á almenna markaðnum hækkuðu laun milli maímánaða 2020 og 2021 mest á veitinga- og gististöðum, um 10,5%, og áberandi minnst í fjármála- og vátryggingastarfsemi, um 3,7%. Tekjur eru með hæsta móti í fjármála- og vátryggingastarfsemi þannig að krónutöluhækkanir kjarasamninga vega almennt minna í prósentum þar en í öðrum greinum.

Þróun launa í rekstri gististaða og veitingarekstri er athyglisverð. Laun í greininni hækkuðu um 4,9% í apríl 2020 vegna áfangahækkana kjarasamninga og svo aftur um 4% í janúar 2021 af sömu ástæðu. Kjarasamningarnir hafa því verið hlutfallslega dýrir fyrir ferðaþjónustuna eins og reikna mátti með þar sem launastig er almennt lágt í þeim geira. Í apríl 2021 hækkuðu laun svo aftur um 3,1% án þess að um hækkanir vegna kjarasamninga væri að ræða. Líkleg skýring er að nauðsynlegt hafi verið að hækka laun til þess að geta mannað stöður í greininni, en á þessum tíma var einmitt nokkur umræða um að erfitt væri að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launavísitalan lækkaði í júlí – opinberi markaðurinn leiðir launaþróunina áfram

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur