Launa­vísi­tal­an hef­ur ekki hækk­að meira milli ára síð­an árið 2016

Launavísitalan hækkaði um 8,3% á milli meðaltala áranna 2020 og 2021. Þetta er mun meiri hækkun en á næstu árum þar á undan og hefur vísitalan ekki hækkað meira frá því á árinu 2016, en þá hækkaði vísitalan mest á þessari öld. Meðalhækkun vísitölunnar frá aldamótum er 6,9% milli ára og meðalhækkun frá árinu 2011 er 7,0%. Hækkunin á árinu 2021 er því mikil í sögulegu samhengi.
Byggingakrani
26. janúar 2022 - Greiningardeild

Launavísitalan var nær óbreytt milli nóvember og desember samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%, sem er eilítið lægri árstaktur en verið hefur síðustu mánuði. Launavísitalan hækkaði um 8,3% milli meðaltala áranna 2020 og 2021 og hefur ekki hækkað meira síðan 2016.

Verðbólga í desember mældist 5,1% en árshækkun launavísitölunnar um 7,3%. Kaupmáttur launa jókst því um 2,1% milli desembermánaða 2020 og 2021 þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttaraukning launa er því áfram nokkuð stöðug og nokkuð mikil í sögulegu samhengi. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar í fyrra og var kaupmáttur launa í desember 1,6% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Launavísitalan hækkaði um 8,3% á milli meðaltala áranna 2020 og 2021. Þetta er mun meiri hækkun en á næstu árum þar á undan og hefur vísitalan ekki hækkað meira frá því á árinu 2016, en þá hækkaði vísitalan mest á þessari öld. Meðalhækkun vísitölunnar frá aldamótum er 6,9% og meðalhækkun frá árinu 2011 er 7,0%. Hækkunin á árinu 2021 er því mikil í sögulegu samhengi.

Kaupmáttur launa jókst um 3,7% milli áranna 2020 og 2021 sem er meira en næstu tvö ár þar á undan. Verðbólga var mikil á árinu þannig að tiltölulega miklar launahækkanir skiluðu síðri kaupmætti en ella hefði orðið.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli októbermánaða 2020 og 2021 sést að laun á almenna markaðnum hækkuðu áfram mun minna en á þeim opinbera. Launin hækkuðu um 6,5% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 10,4% á þeim opinbera, þar af 9,5% hjá ríkinu og 11,7% hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn var því leiðandi í launabreytingum á tímabilinu.

Samkvæmt kjarasamningum gætu laun hækkað á nær öllum vinnumarkaðnum þann 1. maí vegna ákvæða um hagvaxtarauka. Þar er um að ræða viðmiðun launa við aukningu hagvaxtar á mann á árinu 2021, sem byggja á fyrstu niðurstöðum Hagstofu Íslands um þjóðhagsreikninga ársins 2021 sem munu birtast í lok febrúar.

Töluverð umræða var um hagvaxtaraukann á síðasta ári og sýndist sitt hverjum um þessa tengingu við hagvöxt í því sveiflukennda ástandi sem hefur ríkt síðustu misseri. Miðað við þær tölur sem komið hafa fram um hagvöxt á árinu 2021 má fastlega reikna með því að virkja megi ákvæði samninga um hagvaxtarauka sem myndi hækka laun þann 1. maí 2022.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launavísitalan hefur ekki hækkað meira milli ára síðan árið 2016

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur