Launa­summa og störf - ferða­þjón­ust­an orð­ið lang­verst úti

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrri árshelminga 2020 og 2021 kemur ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur mjög mikla sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um rúm 25% á milli ára. Á hinum endanum eru opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) og heild- og smásala með 12% og 11% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu sex mánuðina. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Maður á ísjaka
29. september 2021 - Greiningardeild

Launasumman, þ.e. staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 6,9% milli ára miðað við fyrri árshelming 2021. Launavísitalan hækkaði um 8,3% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% á sama tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 2,5% að raungildi.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrri árshelminga 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur mjög mikla sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um rúm 25% á milli ára. Á hinum endanum eru opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) og heild- og smásala með 12% og 11% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu sex mánuðina. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð í hendur fram til 2018/19. Eftir það dró úr vexti ferðaþjónustunnar á árinu 2019 og svo kom mikið fall bæði 2020 og 2021 sé litið á fyrri árshelming hvers árs. Byggingarstarfsemin jókst hins vegar fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla, byggingarstarfsemi og heild- og smásala skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar.

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu sex mánuði 2021 fækkaði um 3,6% frá sama tíma 2020. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni fækkaði þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur um tæp 33%, á meðan fækkunin í öðrum greinum er mjög lítil. Af þessum greinum fjölgar launafólki í byggingarstarfsemi, opinberri stjórnsýslu og sjávarútvegi. Fyrir utan byggingastarfsemi og ferðaþjónustu eru breytingarnar litlar.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks svipuð og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn í hendur fram til 2018. Þá skilur á milli og byggingarstarfsemin hefur haldið stöðu sinni síðan og vel það.

Opinbera stjórnsýslan er eina greinin þar sem nokkuð stöðug fjölgun hefur verið á starfsfólki allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Sérstaða ferðaþjónustunnar hefur verið mikil hvað launasummu og fjölda starfa varðar og segja má að áhrif kreppunnar á aðrar greinar séu lítil miðað við stöðuna þar. Heild- og smásala hefur siglt nokkuð lygnan sjó, en hagræðing verið mikil í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Byggingarstarfsemi og opinber stjórnsýsla hafa vaxið mest á tímabilinu.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launasumma og störf - ferðaþjónustan orðið langverst úti

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur