Launa­summa og fjöldi starfs­fólks – ferða­þjón­ust­an enn með mikla sér­stöðu

Launasumman, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 8,4% milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
Siglufjörður
19. janúar 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 8,7% á sama tíma og hækkuðu því heildarlaunatekjur Íslendinga með álíka hætti og föst mánaðarlaun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,6% á þessum tíma þannig að launasumman hefur hækkað um u.þ.b. 3,6% að raungildi. Eins og gildir jafnan um heildartölur og meðaltöl er mjög mismunandi þróun á bak við þessa tölur.

Sé litið á þróun launasummunnar innan sex atvinnugreina á milli fyrstu tíu mánaða 2020 og 2021 kemur alls ekki á óvart að ferðaþjónustan hefur enn töluverða sérstöðu. Launasumman í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um 2,6% á milli ára. Á hinum endanum eru heild- og smásala og opinber stjórnsýsla (með fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu) með í kringum 10% aukningu launasummu milli ára sé miðað við fyrstu tíu mánuðina. Þróun launasummunnar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi er reyndar er ekki svo frábrugðin ferðaþjónustunni þrátt fyrir að þar hafi ekki verið um stór áföll að ræða.

Sé litið á þróun launasummunnar yfir lengri tíma á verðlagi hvers árs sést ris og fall ferðaþjónustunnar greinilega. Sé miðað við árið 2015 héldust ferðaþjónustan og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð nokkuð vel í hendur fram til ársins 2019. Eftir það minnkaði launasumman í ferðaþjónustunni mikið á árinu 2020 og aftur lítillega á árinu 2021. Í byggingarstarfseminni jókst hún aftur á móti fram til 2019 og hefur haldið stöðu sinni nokkuð síðan þá. Þetta er mikil breyting frá síðustu kreppu þegar byggingarstarfsemin hrundi nær algerlega.

Opinber stjórnsýsla og byggingarstarfsemi skera sig nokkuð úr meðal þessara greina hvað aukningu launasummunnar varðar með nánast stöðuga aukningu nær allt tímabilið. Launasumman í heild- og smásölu hefur reyndar aukist allt tímabilið þó með óreglulegri hætti sé. Stóra myndin er samt sú hvernig þróunin í ferðaþjónustunni sker sig algerlega frá hinum greinunum með miklu risi og falli.

Sjávarútvegur og fjármálaþjónusta eru með töluverða sérstöðu meðal þessara greina, t.d. hefur launasumman í fjármálaþjónustu ekkert breyst að nafnverði síðan 2017.

Fjöldi launafólks sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu tíu mánuði 2021 var nær óbreyttur frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 8,4% að nafnverði á sama tíma, þannig að tekjur á einstakling hafa aukist töluvert. Hér er sérstaða ferðaþjónustunnar enn meiri en var varðandi launagreiðslurnar. Í ferðaþjónustunni hefur þeim sem fá staðgreiðsluskyldar greiðslur fækkað um tæp 12% á meðan ekki fækkaði markvert í öðrum greinum. Fjölgunin hefur verið áberandi mest í byggingarstarfsemi á þessu tímabili.

Horft yfir lengri tíma er þróunin varðandi fjölda starfsfólks ekki með alveg sama hætti og var með launagreiðslurnar. Ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi haldast nokkurn veginn að fram til 2019 og þá skilur á milli. Fjöldi starfsfólks í byggingarstarfsemi var svipaður 2019 og 2020, og jókst svo áfram 2021. Byggingarstarfsemin hefur því töluverða sérstöðu meðal þessara greina sé litið á tímabilið frá 2015. Opinbera stjórnsýslan hefur einnig búið við nokkuð stöðuga fjölgun á starfsfólki nær allt tímabilið. Í fjármála- og vátryggingarstarfsemi og í sjávarútvegi hefur hins vegar verið nær stöðug fækkun allt tímabilið.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Launasumma og fjöldi starfsfólks – ferðaþjónustan enn með mikla sérstöðu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur