Laun hækka um tæpt pró­sent og kaup­mátt­ur mjakast upp á við

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, meira en síðustu tvo mánuði þar á undan. Hækkunin skýrist væntanlega aðallega af því að kjarasamningsbundnar launahækkanir Eflingarfélaga á almennum vinnumarkaði áttu sér stað í marsmánuði, en félagið samdi seinna en flest önnur félög á almenna markaðnum. Vegna hækkunarinnar eykst kaupmáttur lítillega milli mánaða. Sé horft á 12 mánaða breytingu kaupmáttar dregst hann þó saman um 0,3%.
2. maí 2023

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, eftir 0,4% hækkun í febrúar. Launavísitalan hækkaði lítið í janúar en um heil 4% í desember, þegar kjarasamningsbundnar hækkanir á almenna markaðnum komu inn í vísitöluna. Hækkunin í mars, um 0,9%, hefur þau áhrif að árshækkun launa fer úr 8,7% í 9,4%.

Kaupmáttur eykst um 0,4% milli mánaða

Hækkun launavísitölunnar leiðir til þess að kaupmáttur dregst ekki saman milli mánaða í mars, eins og hann gerði í janúar og febrúar, heldur hækkar um 0,4%. Kaupmáttur á ársgrundvelli dregst þó áfram saman, nú um 0,3%, enda er ársverðbólgan mun meiri nú en í mars í fyrra.

Ólík launaþróun milli atvinnugreina og starfsstétta

Samhliða birtingu launavísitölunnar fyrir marsmánuð birti Hagstofan niðurbrot vísitölunnar eftir starfsstéttum og atvinnugreinum fyrir janúarmánuð. Af starfsstéttum hafa laun hækkað mest milli ára meðal þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks, um 12,2%, og minnst meðal stjórnenda, um 8,6%. Árshækkun er þó nokkuð mikil í öllum stéttum, sérstaklega þeim sem undirrituðu kjarasamninga fyrir lok janúarmánaðar. Hækkanirnar skýrast þó sennilega einnig af launaskriði, enda sögulega mikil spenna á vinnumarkaði á síðustu mánuðum, sem nánar er fjallað um í nýlegri Hagsjá.

Ef bornar eru saman ólíkar atvinnugreinar má sjá að laun þeirra sem starfa við byggingarstarfsemi, heild- og smásöluverslun, rekstur gisti- og veitingastaða og framleiðslu hafa hækkað mest á síðustu 12 mánuðum, um á bilinu 10,1-12%. Laun þeirra sem starfa við veitustarfsemi hafa hækkað minnst, um 5,7%, og næstminnst laun þeirra sem starfa við fjármála- og tryggingarstarfsemi, um 8,2%. Ef horft er á mánaðarbreytingu hækkuðu laun síðastnefnda hópsins þó mest allra milli mánaða, en það skýrist af því að kjarasamningsbundin hækkun þess hóps kom inn í vísitöluna í janúar. Eðli málsins samkvæmt hafa kjarasamningsbundnar launahækkanir og tímasetningar á þeim mikil áhrif á launagögn þessa stundina og skýra að miklu leyti muninn á launaþróun milli hópa til skamms tíma.

Spáum 8,7% launahækkun á þessu ári og 7,8% á því næsta

Laun eru á meðal þeirra stærða sem við spáum fyrir um í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá . Þeir kjarasamningar sem hafa verið undirritaður á síðustu vikum og mánuðum gilda aðeins í eitt ár og því má búast við að strax í haust verði óvissan á vinnumarkaði sambærileg því sem var síðasta haust. Við búumst við að launahækkanir eftir næstu samningslotu, sem hefst í haust, verði svipaðar þeim sem samið var um í síðustu lotu. Með tímanum dragi þó lítillega úr launaskriði eftir því sem spennan á vinnumarkaði minnkar, þegar þættir á borð við vaxta- og launahækkanir þyngja róður fyrirtækja og draga ef til vill úr eftirspurn eftir vinnuafli. Við gerum ráð fyrir að laun hækki um 8,7% á þessu ári og svo 7,8% á næsta ári.

Merki um víxlverkun launa og verðlags

Launahækkanir á síðustu tólf mánuðum eru nokkuð ríflegri en þær hafa verið á síðustu árum, enda er verðbólga í hæstu hæðum og erfitt að ímynda sér að launafólk sætti sig við verulega kaupmáttarskerðingu. Við búumst við að kaupmáttur standi nokkurn veginn í stað á þessu ári, aukist um aðeins 0,2%, og svo um 1,5% á næsta ári. Nýjustu verðbólgutölur, sem lyftu ársverðbólgunni aftur upp í 9,9%, sýna hversu erfið viðureignar verðbólgan er. Við búumst við að hún verði þrálát og haldi áfram að éta upp launahækkanir, sem vissulega eiga þó sinn þátt í því að kynda undir hana.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur