Í lok janúar stóð evran í 143,2 krónum samanborið við 147,6 í lok desember og Bandaríkjadalur í 128,4 samanborið við 130,4 í lok desember. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 2,6% í janúar.
Verð á evru fór í mánuðinum undir 145 krónur í fyrsta sinn síðan í mars 2020, en verð á evrunni hefur legið á bilinu 145 og 155 síðustu mánuði. Til næstu mánaða teljum við líklegra að krónan eigum eftir að styrkjast frekar en að veikjast aftur.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 25,2 ma.kr. (173 m.evra) í janúar og jókst nokkuð milli mánaða, Hlutdeild SÍ í veltu mánaðarins var 3 ma.kr. (21 m.evra) eða 12% af heildarveltu.
Seðlabankinn greip tvisvar inn í markaðinn í janúar. Miðvikudaginn 5. janúar keypti hann 9 m. evrur og föstudaginn 28. janúar keypti hann 12 m. evrur. Bæði skiptin brást hann við mikilli styrkingu krónunnar innan dags.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Krónan styrktist í janúar, Seðlabankinn greip tvisvar inn til að vinna á móti