Íslenska krónan hefur styrkst verulega síðan hún var hvað veikust í lok árs 2020, en krónan veiktist mikið það ár þegar heimsfaraldurinn skall á. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur. Evran hefur verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum sem er það sama og var fyrir faraldur. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er því gengin til baka.
Frá því við birtum þjóðhagsspá okkar um miðjan maí hefur ekkert gerst sem breytir skoðun okkar varðandi gengi krónunnar. Við eigum enn von á hægfara styrkingu og að verð á evru verði 132 krónur í lok árs.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Krónan styrkist og er komin á sama stað og fyrir faraldur