Korta­velta stóð í stað á milli ára í des­em­ber

Kortavelta íslenskra heimila stóð í stað á milli ára í desember að raunvirði. Kortaveltan hefur aukist í útlöndum en dregist saman innanlands. Ef desembermánuður 2022 er borinn saman við desember 2019 ferðuðust Íslendingar álíka mikið til útlanda en eyddu mun meiri pening erlendis nú en þá. Að sama skapi hefur meðalneysla erlendra ferðamanna hér á landi aukist.
Kaffihús
16. janúar 2023

Alls nam greiðslukortavelta heimila 110 mö.kr. í desember 2022 og var sú sama og í desember í fyrra, á föstu verðlagi. Samsetningin breyttist þó milli ára þar sem meira var verslað erlendis og minna innanlands. Á síðustu mánuðum hefur hægt á vexti veltunnar: aukningin nam 25% milli ára í apríl á síðasta ári, 13% í júní, 2% á síðustu tveimur mánuðum og nú stendur hún í stað.

Enn eykst kortavelta í útlöndum

Kortavelta Íslendinga innanlands nam samtals 90 mö.kr. og dróst saman um 3,6% milli ára miðað við fast verðlag. Frá því í byrjun sumars hefur mælst samdráttur á milli ára á neyslu Íslendinga innanlands (ef frá er talinn ágústmánuður) og í staðinn kaupir fólk meira í útlöndum. Kortavelta íslenskra heimila erlendis nam alls 20 mö.kr. í desember og jókst um 21% milli ára miðað við fast gengi. 82% af kortaveltu Íslendinga í desember var á Íslandi og 18% erlendis. Til samanburðar var hlutfallið 15% erlendis og 85% innanlands í desember í fyrra.

Kortavelta Íslendinga erlendis var 31% meiri í desember 2022 en í sama mánuði árið 2019, áður en faraldurinn skall á, á föstu gengi. Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli voru 42 þúsund í desember, 3% færri en í desember 2019. Því virðist hver Íslendingur eyða þó nokkuð meiri pening í útlöndum en árið 2019. Svo ber að hafa í huga að hluti af kortaveltu Íslendinga erlendis eru rafræn þjónustukaup, svo sem áskriftir að streymisveitum, sem fer fram þó svo að kaupandi sé ekki staddur erlendis.

Erlendir ferðamenn eyða meiru hér á landi en áður

Um 115 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í desember, 8% færri en í sama mánuði árið 2019, stuttu áður en faraldurinn skall á. Brottfarir í desember voru 16% færri en í sama mánuði á metferðamannaárinu 2018.

Erlendir ferðamenn eyddu 15,8 mö.kr. á Íslandi í desember 2022, 5% meiru en þeir gerðu í desember árið 2019, þótt ferðamenn hafi verið 8% færri en þá. Hér er miðað við fast verðlag hér á landi sem segir okkur hversu miklu ferðamenn eyða í íslenskum krónum, miðað við að íslensku verðlagi sé haldið föstu og endurspeglar því magnið sem fólk kaupir af vörum og þjónustu. Það má einnig skoða þróun í kortaveltu ferðamanna á föstu gengi, þ.e. hversu miklu þeir eyða í sinni eigin mynt. Á þann mælikvarða eyddu þeir 9% meiru nú í desember 2022 en í desember 2019. Ferðamenn virðast því gera betur við sig á Íslandi en árið 2019, rétt eins og Íslendingar í útlöndum.

Neikvæður kortaveltujöfnuður

Kortaveltujöfnuðurinn mældist neikvæður í desember líkt og í október og nóvember, þ.e.a.s. Íslendingar (heimili og fyrirtæki) greiddu meira með greiðslukortum erlendis en ferðamenn gerðu hér á landi. Alls nam úttekt erlendra debet- og kreditkorta hér á landi 15,8 mö.kr. í desember á meðan íslensk kortavelta (heimila og fyrirtækja) erlendis var 23 ma.kr. Hallinn er talsverður, rúmlega 7,2 ma.kr. Alls var 18, 7 ma.kr. halli á greiðslukortajöfnuði á síðustu þremur mánuðum ársins 2022. Þessi halli kemur til viðbótar við 108 ma. kr. halla á vöruviðskiptum (án skipa og flugvéla) á fjórða ársfjórðungi 2022. Það er því ljóst að það var verulegur halli á viðskiptum við útlönd á síðustu mánuðum ársins 2022 og hallinn er að okkar mati helsta ástæðan fyrir veikingu krónunnar undir lok síðasta árs.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
20. jan. 2025
Vikubyrjun 20. janúar 2025
Kortaveltutölur sem komu í síðustu viku voru nokkuð sterkar og sýndu að kortavelta heimilanna jókst nokkuð á milli ára í desember. Það voru tvö uppgjör í síðustu viku, Hagar og Ölgerðin, en fjárhagsár þessa tveggja félaga er, ólíkt öðrum félögum í kauphöllin, ekki hið sama og almanaksárið. Í vikunni fram undan fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS.
20. jan. 2025
Kortavelta landsmanna í sókn allt síðasta ár
Kortavelta landsmanna var alls 4,2% meiri á síðasta ári en árið 2023 og jókst milli ára alla mánuði ársins, miðað við fast verðlag og gengi. Telja má líklegt að Seðlabankinn fylgist vel með neyslustiginu í vaxtalækkunarferlinu og reyni að koma í veg fyrir að uppsafnaðar innistæður hrúgist út í neyslu. Neysla ferðamanna hér á landi mældist aðeins 1% meiri í fyrra en árið áður sé miðað við fast verðlag.
Pund, Dalur og Evra
17. jan. 2025
Krónan styrktist á síðasta ári
Krónan styrktist á móti evru en veiktist aðeins á móti Bandaríkjadal á árinu 2024. Árið var nokkuð rólegt á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem velta dróst saman og minna var um flökt.
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur