Samantekt
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,52% milli mánaða í mars og mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,9%, samanborið við 3,0% í febrúar. VNV án húsnæðis hækkaði um 0,66% milli mánaða og mælist 2,4% verðbólga á þann mælikvarða, samanborið við 2,1% í febrúar. Niðurstaðan var í samræmi við væntingar, en opinberar spár lágu á bilinu +0,5% til +0,7%. Við höfðum spáð +0,5%. Verðbólgan á fyrsta fjórðungi er 3,1%, en í febrúarútgáfu Peningamála var gert ráð fyrir 3,4%.