Samantekt
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% milli mars og apríl og mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,3% í samanburði við 2,8% í mars. Mælist verðbólga því aftur undir markmið, en hún fór yfir markmiðið í mars í fyrsta sinn síðan febrúar 2014.
Hækkun vísitölunnar var minni en spáaðilar gerðu ráð fyrir en opinberar spár lágu á bilinu +0,1% til 0,25%. Við höfðum spáð +0,2%. Það var einkum tvennt sem kom á óvart í tölum Hagstofunnar að þessu sinni, annars vegar reiknuð húsaleiga og hins vegar bensín og díselolía.