Samantekt
Á föstu meðalgengi ársins nam útflutningsverðmæti sjávarafurða 239,6 ma. kr. á síðasta ári og jókst það um 34,5 ma. kr. milli ára eða 16,8%. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á föstu nafngengi hefur ekki áður mælst jafn mikið ef horft er allt aftur til ársins 1961. Næstmesta útflutningsverðmætið var árið 2015 en uppfrá því ári tók krónan að styrkjast verulega og lækkaði útflutningsverðmætið mælt í krónum töluvert. Gengisvísitala krónunnar var 167 stig að meðaltali á síðasta ári borið saman við 160 stig árið 2017 og var þetta í fyrsta skiptið síðan árið 2012 að gengi krónunnar veiktist milli ára.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Útflutningsverðmæti sjávarafurða aldrei meira í erlendri mynt (PDF)