Samantekt
Þjónustuútflutningur nam 708,7 ma. kr. á síðasta ári og jókst hann um 32,9 ma. kr. eða um 4,9% milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar 463 ma. kr. og jókst hann um 58,6 ma. kr. eða um 14,5%. Þjónustujöfnuður nam því 245,7 ma. kr. og dróst saman um 25,7 ma. kr. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 2014 að þjónustujöfnuður dregst saman en þá dróst hann saman um 6,9 ma. kr. Jöfnuður þjónustu er þrátt fyrir það hár í sögulegu ljósi og er þetta þriðji mesti þjónustujöfnuður í íslenskri hagsögu á eftir árunum 2016 og 2017. Samdráttinn í þjónustujöfnuði síðasta árs má í raun rekja til meiri vaxtar í innflutningi þjónustu en útflutningi þjónustu.