Hag­sjá: Sterk­ur vinnu­mark­að­ur sem hef­ur áhrif víða í hag­kerf­inu

Við höfum áður bent á að Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nái hugsanlega illa utan um fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi. Seðlabankinn hefur bent á að fjölgun starfa samkvæmt staðgreiðsluskrá styðji við þessa tilgátu. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hefur starfandi fólki fjölgað mun meira á síðustu ársfjórðungum en tölur Hagstofunnar sýna.
6. mars 2018

Samantekt

Stærstu tíðindin af íslenskum vinnumarkaði nýlega voru eflaust ákvörðunin um að kjarasamningum verði ekki sagt upp. Í tengslum við þá ákvörðun var m.a. bent á að talsverð harka gæti orðið í samskiptum á vinnumarkaði eftir að núgildandi samningar renna út. Vinnumarkaðurinn er sterkur um þessar mundir og ætla má að svo verði áfram og byggja yfirlýsingar eins og þær hér að ofan væntanlega að hluta til á því að markaðurinn er með besta móti.

Fjölgun starfandi fólks á vinnumarkaði var nokkuð stöðug fram á mitt síðasta ár sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Þá tók við tímabil með minni fjölgun starfsfólks. Miðað við síðustu tölur virðist meiri fjölgun hafa orðið upp á síðkastið.

Atvinnuþátttaka jókst stöðugt frá upphafi ársins 2015 fram til vorsins 2017. Síðan þá hefur dregið úr atvinnuþátttöku um rúmt eitt prósentustig sé miðað við hlaupandi meðaltal og hefur hlutfallið haldist nokkuð stöðugt á þeim stað. Atvinnuþátttaka er eftir sem áður mikil hér á landi og er nú álíka og hún var vorið 2016 og til muna hærri en hún var á árinu 2012.

Meðalvinnutími hefur haldið áfram að styttast eilítið sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Meðalfjöldi vinnustunda hefur verið tiltölulega stöðug stærð í langan tíma, nú tæplega 40 stundir á viku og þróunin er frekar í áttina niður á við, en þó er ekki um miklar breytingar að ræða. Þegar starfandi fólki fækkar samtímis því að meðalvinnutími styttist er afleiðingin sú að unnum vinnustundum í hagkerfinu fækkar sem er áætis vísbending um stöðu hagsveiflunnar.

Við höfum áður bent á að Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nái hugsanlega illa utan um fjölgun erlendra starfsmanna hér á landi. Seðlabankinn hefur bent á að fjölgun starfa samkvæmt staðgreiðsluskrá styðji við þessa tilgátu. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hefur starfandi fólki fjölgað mun meira á síðustu ársfjórðungum en tölur Hagstofunnar sýna. Staðgreiðsluskrá sýndi einnig töluvert meiri fjölgun starfandi í október en niðurstöður Hagstofunnar gerðu sem aftur gæti stutt þá tilgátu að fjölgun starfa sé enn vanmetin í vinnumarkaðskönnuninni.

Áfram hefur verið mikill kraftur í innflutningi erlends vinnuafls. Aðfluttum erlendum ríkisborgurum á aldrinum 20-59 ára fjölgaði umfram brottflutta um rúm 7  þúsund manns á árinu 2017 eða 3,9% af mannfjölda á þeim aldri. Það er mesta fjölgun sem hefur mælst á einu ári. Starfsfólki starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja fjölgaði um tæp 60% milli ára í fyrra og var um 1% af vinnuaflinu í lok ársins.

Það er ljóst að mikil fjölgun erlendra starfsmanna hefur að miklu leyti komi í veg fyrir mikla spennu á vinnumarkaði þar sem þátttaka þeirra kemur að miklu leyti í veg fyrir mikla umframeftirspurn eftir starfsfólki. Að þessu leyti stuðlar fjölgun erlendra starfsmanna að meiri stöðugleika og eykur framleiðslugetu þjóðarbúsins. En áhrif fjölgunar erlendra starfsmanna kemur víðar fram. Í nýlegri ritgerð sem Seðlabanki Íslands hefur birt kemur þannig fram að 1% fjölgun erlendra starfsmanna leiði að jafnaði til 2,7% hækkunar á raunverði fasteigna. Það er auðvitað ljóst að einhvers staðar verða erlendir starfsmenn að búa og fjölgun þeirra leiðir til aukinnar spennu á fasteignamarkaði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður sem hefur áhrif víða í hagkerfinu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur