Samantekt
Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs (VNV) þriðjudaginn 29. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 3,7% í 3,3%. Spá okkar nú er 0,1 prósentustigi lægri en bráðabirgðaspá okkar frá því í desember. Breytingin skýrist að mestu af sterkara gengi krónu auk þess sem við gerum ráð fyrir lítils háttar lækkun á reiknaðri húsaleigu í stað þess að áður gerðum við ráð fyrir lítils háttar hækkun á reiknaðri húsaleigu.