Samantekt
Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 30. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,4% lækkun milli mánaða. Gangi spáin eftir helst verðbólgan óbreytt í 2,0%. Spá okkar um breytingu vísitölunnar milli mánaða í janúar er óbreytt frá síðustu spá sem við birtum í lok desember.
Bráðabirgðaspá okkar til næstu þriggja mánaða er eftirfarandi:Feb.: +0,4% milli mánaða, 2,2% ársverðbólgaMar.: +0,5% milli mánaða, 2,2% ársverðbólgaApr.: +0,4% milli mánaða, 2,3% ársverðbólga