Hagstofan birtir maímælingu vísitölu neysluverðs þriðjudaginn 29. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,1% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 2,3% í 2,2%.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04% milli mánaða í apríl. Þetta var undir væntingum, en opinberar spár lágu á bilinu +0,1% til +0,25%. Við höfðum spáð +0,2%. Þar munar langmest um að reiknuð húsaleiga lækkaði um 0,2%, en verðkönnun okkar sýndi 0,4% hækkun.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Spáum að verðbólga í maí verði áfram undir markmiði (PDF)