Samantekt
Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs föstudaginn 27. október. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,20% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 1,4% í 1,6%.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,14% milli mánaða í september. Það var minni hækkun en við bjuggumst við, en við spáðum 0,29% hækkun. Munurinn skýrist aðallega af því að matur og drykkjarvara lækkaði töluvert mikið eða um 1,3% milli mánaða. Sú lækkun var óvænt í ljósi þeirrar gengisveikingar sem orðið hafði síðustu mánuði á undan en gera má ráð fyrir að tilkoma Costco hafi þar haft töluverð áhrif.