Samantekt
Á þriðja ársfjórðungi var 76,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er aðeins meira en á sama tímabil í fyrra þegar afgangurinn mældist 65 ma. kr. og jókst afgangurinn um 11,4 ma. kr. milli ára. Þetta er í fyrsta sinn síðan á 4. ársfjórðungi 2016 sem viðskiptajöfnuður eykst milli ára, en á síðustu sex ársfjórðungum dróst hann saman milli ára.
Í lok þriðja ársfjórðungs námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.380 mö. kr. og erlendar skuldir 3.012 mö. kr. Hrein staða var því jákvæð um sem nemur 386 mö. kr., eða 13% af VLF.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Ríflegur afgangur af viðskiptum við útlönd á 3. ársfjórðungi (PDF)