Hag­sjá: Öfl­ug­ur að­gerðapakki stjórn­valda til handa fyr­ir­tækj­um

Þegar litið er á stöðu íslenskra fyrirtækja eins og hún var áður en heimsfaraldurinn skall á má sjá að hún var sögulega nokkuð góð, allavega miðað við meðaltalið. Meðal þeirra skilyrða sem stendur til að setja fyrir aðstoð til fyrirtækja er að vandi þeirra hafi verið ófyrirséður og sýnt sé að þau geti orðið rekstrarfær með viðeigandi aðstoð eftir að heimsfaraldrinum linnir. Þetta mat verður ekki alltaf auðvelt og mikil og flókin vinna er væntanlega framundan við að meta hver getur nýtt sér úrræðið og hver ekki.
7. apríl 2020

Samantekt

Með nýjum fjáraukalögum fékk fjármála- og efnahagsráðherra heimild til að semja við Seðlabanka Íslands um milligöngu við að auka möguleika lánastofnana til að veita viðbótar lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi.

Gert er ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands veiti ábyrgðir til lánastofnana, með bakábyrgð ríkissjóðs, sem þær geta nýtt til viðbótarútlána til viðskiptavina sem uppfylla sett skilyrði. Ætlunin er að bakábyrgðin geti numið 50–70% höfuðstóls viðbótarlána og að heildarábyrgð ríkissjóðs vegna viðbótarlána geti numið á bilinu 35–50 mö.kr.

Í þessu sambandi er gert ráð fyrir aukinni lagastoð fyrir ríkissjóð í lögum um ríkisábyrgðir og að í lögum um Seðlabanka Íslands verði bankanum veitt lagastoð til að semja við ríkissjóð til að veita lánastofnunum aukin úrræði.

Gert er ráð fyrir að fjármála- og efnahagsráðherra geri samning við Seðlabankann sem myndi aftur gera samninga við lánastofnanirnar þar sem umfang og skilyrði ábyrgða yrðu skilgreind nánar. Aðstoðin fælist í því að Seðlabankinn veiti 50-70% ábyrgð á viðbótarlánum lánastofnana til fyrirtækja sem felur í sér að áhættan af lánveitingum skiptist milli lánveitanda og Seðlabanka. Lánin verði veitt af lánastofnununum sjálfum og af þeirra efnahag.

Ríkissjóður mun tryggja Seðlabankanum skaðleysi vegna hugsanlegs tjóns. Ríkissjóður tekur þannig á sig áhættu af lánveitingunum sem nemur allt að 70 mö.kr. Gera má ráð fyrir því að tapsáhætta ríkissjóðs vegna þessa sé veruleg þar sem fyrirtækin sem um ræðir eiga væntanlega í töluverðum vanda.

Mikilvægt er að sú aðstoð sem veitt er með þessum hætti byggi á skýrum forsendum sem tryggi jafnræði þeirra fyrirtækja sem leita eftir fyrirgreiðslu. Tilgreina þarf vandlega þau hlutlægu skilyrði sem eiga að gilda um skiptingu ábyrgða milli lánastofnana. Einnig þarf að gera ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika við útfærslu veitingu ábyrgða þar til umfang og eðli vandans liggja ljós fyrir.

Samkvæmt greinargerð með fjáraukalagafrumvarpi mun ráðherra setja ákveðin skilyrði við veitingu ábyrgða. Þar ber helst að nefna:

  • Ábyrgðir verði eingöngu á nýjum lánum til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjumissi milli ára. Þá þarf vandi fyrirtækisins að vera ófyrirséður og sýnt að það geti orðið rekstrarfært með viðeigandi aðstoð þegar áhrif heimsfaraldursins minnka.
  • Lánastofnanir skuli fyrst grípa til hefðbundinna úrræða sem þær hafa. Lán með ábyrgðum verði einungis veitt ef hefðbundin úrræði duga ekki til.
  • Gert er ráð fyrir að hámarkslán til einstakra fyrirtækja geti numið tvöföldum launakostnaði þeirra á síðasta ári.
  • Lánastofnun skal taka tillit til þess við ákvörðun kjara að hún ber aðeins hluta áhættu við veitingu lánsins.
  • Ábyrgð verður afturkölluð að 18 mánuðum liðnum.
  • Lán fari eingöngu til fyrirtækja þar sem launakostnaður var a.m.k. 25% af útgjöldum síðasta árs.
  • Heimilt verði að takmarka hagnýtingu lánsins þannig að það verði t.d. eingöngu nýtt til greiðslu launa, rekstraraðfanga og húsaleigu.

Þegar litið er á stöðu íslenskra fyrirtækja eins og hún var áður en heimsfaraldurinn skall á má sjá að hún var sögulega nokkuð góð, allavega miðað við meðaltalið. Skuldir fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu lækkuðu verulega frá 2008 til 2015 og hafa verið nokkuð stöðugar síðan. Skuldirnar lækkuðu reyndar að raungildi á seinni hluta síðasta árs. Að sama skapi hafa hrein ný útlán til fyrirtækja verið tiltölulega lítil síðustu misseri. Eiginfjárstaða fyrirtækja hefur sjaldan verið betri en á árunum 2016-2018.

Mörgum hefur verið tíðrætt um að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að hann eigi auðvelt með að grípa til stórfelldra ráðstafana til þess að milda afleiðingar kreppunnar á fólk og fyrirtæki. Að sama skapi má segja að á heildina litið hafi fyrirtæki staðið nokkuð vel áður en hamfarirnar skullu á, sé litið til meðaltalsins.

Meðaltalstölur fela margs konar aðstæður sem uppi eru. Staða fyrirtækja er misjöfn og skipta atvinnugreinar og landsvæði jafnan máli í því sambandi. Meðal þeirra skilyrða sem stendur til að setja fyrir aðstoð til fyrirtækja er að vandi þeirra hafi verið ófyrirséður og sýnt sé að þau geti orðið rekstrarfær með viðeigandi aðstoð eftir að heimsfaraldrinum linnir. Þetta mat verður ekki alltaf auðvelt og mikil og flókin vinna er væntanlega framundan við að meta hver getur nýtt sér úrræðið og hver ekki.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Öflugur aðgerðapakki stjórnvalda til handa fyrirtækjum (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur