Hag­sjá: Nær óbreytt­ur fjöldi fast­eigna­við­skipta

Fasteignaviðskipti í fyrra voru nánast jafnmörg og árið á undan, en þróunin var misjöfn eftir sveitarfélögum. Desembermánuður var þó líflegri en oft áður.
14. janúar 2020

Samantekt

Í desember var 802 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á landsvísu, 518 á höfuðborgarsvæðinu og 284 utan þess. Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 25% frá því í desember árið áður og um 3% utan þess. Til samanburðar mældist 29% samdráttur milli ára á höfuðborgarsvæðinu í desember árið 2018, og 19% samdráttur utan þess. Sömu sögu er að segja um desembermánuð ársins 2017 þegar samdráttur mældist einnig. Nýliðinn desembermánuður var því líflegri en oft áður.

Ef teknar eru saman tölur um fjölda þinglýstra kaupsamninga í öllum mánuðum ársins sést að 10.945 fasteignaviðskipti áttu sér stað á árinu 2019 og voru viðskiptin aðeins 16 færri en árið áður, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Munurinn milli áranna í heild er því nánast enginn. Í fyrra var alls 7.267 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og 3.678 utan þess.

Þó breytingin yfir landið allt væri lítil sem engin milli ára, var þó mismikil breyting eftir sveitarfélögum. Í Kópavogi mældist mesta aukningin milli ára, en þar seldust 11% fleiri íbúðir í fyrra samanborið við árið 2018. Aukningin var einnig mikil á Árborgarsvæðinu þar sem 10% fleiri íbúðir seldust.

Auknar hreyfingar á fasteignamarkaði haldast að einhverju leyti í hendur við fjölgun íbúa. Það kemur því ekki á óvart að aukning íbúa hefur á síðustu árum verið mikil í Mosfellsbæ, Reykjanesbæ og Árborg sem eru einnig þau sveitarfélög þar sem mest aukning hefur orðið í íbúðasölu á síðustu árum. Mörg þeirra sveitarfélaga sem hafa búið við mikla íbúaaukningu á síðustu árum virðast nú vera að byggja færri íbúðir en áður.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Nær óbreyttur fjöldi fasteignaviðskipta (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur