Samantekt
Útflutningur vöru og þjónustu nam 374 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 24,1 ma.kr. frá sama tímabili í fyrra, eða um 6,1%. Innflutningur vöru og þjónustu nam hins vegar 318,5 mö.kr. og dróst saman um 3,8 ma.kr., eða 1,2%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam því 55,5 mö.kr.
Vöru- og þjónustujöfnuður dróst saman um 20,3 ma.kr. frá sama tímabili í fyrra, eða um 26,8%. Ef einungis er litið til afgangs á þriðja ársfjórðungi var afgangurinn nú sá minnsti síðan 2010 en þá nam hann 53,3 mö.kr. Vel að merkja var þetta árið áður en uppsveiflan í ferðaþjónustu hófst.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Minnsti afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum síðan 2010. (PDF)