Hag­sjá: Mik­il hækk­un launa­vísi­tölu í apríl – op­in­beri mark­að­ur­inn kom­inn inn aft­ur

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 3,3% milli mars og apríl. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,8%, sem er mun meiri ársbreyting en verið hefur síðustu mánuði. Þar sem verðbólga hefur verið lítil þýða þessar miklu launabreytingar að kaupmáttur tók stökk upp á við. Kaupmáttur launa jókst þannig um 2,8% milli mars og apríl og var 4,5% meiri nú í apríl en í apríl í fyrra. Sú staða er reyndar mjög athyglisverð í ljósi þess að hallað hefur verulega undan fæti í efnahagslífinu.
26. maí 2020

Samantekt

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan um 3,3% milli mars og apríl. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,8%, sem er mun meiri ársbreyting en verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launavísitölunnar var rúmlega 4% allan seinni hluta ársins 2019, en var u.þ.b. 6% í upphafi ársins 2019.

Ástæður mikillar hækkunar launavísitölunnar í apríl er bæði að finna á almenna markaðnum og þeim opinbera. Á almenna markaðnum var um að ræða áfangahækkun launa þann 1. apríl og í mars var gerður fjöldi samninga á opinbera markaðnum, m.a. hjá aðildarfélögum BSRB.

Þar sem verðbólga hefur verið lítil þýða þessar miklu  launabreytingar að kaupmáttur tók stökk upp á við. Kaupmáttur launa jókst þannig um 2,8% milli mars og apríl og var 4,5% meiri nú í apríl en í apríl í fyrra. Sú staða er reyndar mjög athyglisverð í ljósi þess að hallað hefur verulega undan fæti í efnahagslífinu.

Í þessu sambandi er mikilvægt að halda því til haga að launavísitölunni er ætlað að sýna launabreytingar fyrir fastan vinnutíma þannig að breytingar á vinnutíma hafa almennt ekki áhrif á vísitöluna. Með öðrum orðum á launavísitalan að endurspegla verðbreytingu vinnustundar fyrir fastan vinnutíma. Breytingar á reglulegum aukagreiðslum eins og álags- og bónusgreiðslum sem eru gerðar upp með reglulegum launagreiðslum koma beint inn í launavísitölu en vinnutímabreytingarnar ekki. Launavísitalan er því ekki góð aðferð til þess að mæla tekjuþróun. Í því samhengi fer betur á að skoða t.d. vísitölu heildarlauna, þar sem breytingar á vinnutíma fólks koma inn í myndina. Þá gefa breytingar á atvinnutekjum eða ráðstöfunartekjum einnig góða mynd af tekjuþróun í samfélaginu, en upplýsingar um þær stærðir eru yfirleitt seint á ferðinni.

Í kjarasamningum allra síðustu ára hefur í talsverðum mæli verið samið um styttingu vinnutíma. Slík ákvæði eru mismunandi en geta haft áhrif á launavísitölu ef þau eru ígildi launabreytinga. Sömu greiðslur fyrir styttri vinnutíma hækka verð á hverri vinnustund. Nokkrar svona breytingar í kjarasamningum tóku gildi um síðustu áramót. Frá nóvember 2019 fram til apríl 2020 hækkaði launavísitalan um 4,8% og er mat Hagstofunnar að 0,7% þeirrar breytingar hafi komið til vegna vinnutímastyttingar. Launavísitalan hefði því hækkað um 4,1% á þessu tímabili hefði vinnutímastytting ekki komið til.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum frá febrúar 2019 fram til febrúar 2020 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 5,7% á þessum tíma á meðan þau hækkuðu um 2,9% á þeim opinbera. Mæld launavísitala hækkaði um 4,8% á sama tíma.

Þessar tölur ná einungis til febrúar í ár og er ljóst að frá og með apríl 2020, þegar áhrif kjarasamninga á almenna markaðnum koma að fullu inn í launavísitöluna, mun þessi munur sem myndast hefur á milli almenna og opinbera markaðarins fara að renna aftur í eðlilegt horf.

Þann 1. apríl varð áfangahækkun í mörgum kjarasamningum á almenna markaðnum og komu þær til framkvæmda um síðustu mánaðamót fyrir þá sem fá laun greidd eftir á. Í mars náðust kjarasamningar fyrir meginþorra opinberra starfsmanna. Launabreytingar hafa því verið miklar að undanförnu og sýnist sumum nóg um. Næsta áfangahækkun í flestum kjarasamningum á almenna markaðnum verður þann 1. janúar 2021 og sama gildir um meginþorra opinberra starfsmanna.

Gangi þessar hækkanir eftir má vænta þess að kaupmáttur haldi áfram að aukast þar sem reiknað er með tiltölulega lítilli verðbólgu. Í því sambandi ber að hafa í huga að kaupmáttur launavísitölu getur verið fjarri þeim raunveruleika sem gildir í samfélaginu á tímum atvinnuleysis og minnkandi tekna.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Mikil hækkun launavísitölu í apríl – opinberi markaðurinn kominn inn aftur (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur