Hagsjá: Mikil fjölgun gistinátta í janúar en blikur eru á lofti
Samantekt
Asíubúar og Íslendingar á bak við fjölgunina í janúar
Það sem helst skýrir fjölgunina er fjölgun gistinátta Asíubúa og Íslendinga. Framlag Asíubúa til fjölgunarinnar var 6,2 prósentustig en Íslendinga 2,4 prósentustig. Ef ekki hefði mælst fjölgun hjá þessum hópum hefði heildarfjöldi gistinátta dregist saman um 1,5%.
Það sem helst dró niður fjölgun gistinátta á síðasta ári var fækkun gistinátta Norður-Ameríkubúa um tæplega 13 þúsund gistinætur eða sem nemur 10,2% miðað við fyrra ár. Það skýrist síðan aftur af mun meiri hlutfallslegri fækkun í komum þeirra hingað til lands en fækkun Evrópubúa. Sú þróun skýrist síðan aftur af því að hlutdeild WOW air í flugi til og frá Norður-Ameríku var mun meiri en hlutdeild í flugi til og frá Evrópu. Brotthvarf WOW air skildi því eftir sig mun meira skarð Norður-Ameríkumegin. Neikvætt framlag Norður-Ameríku til heildarfjölgunar gistinátta lá á bilinu -5,7-0 prósentustig á síðasta ári en það var neikvætt um 2,6 prósentustig í janúar.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Mikil fjölgun gistinátta í janúar en blikur eru á lofti (PDF)